29.11.03

Var að heyra fyrsta jólalagið þetta árið.
Jú, það klikkar ekki frekar en fyrri daginn, það var Last Chrismas með Wham.

Annars fara svona jólarómantíkur lög frekar mikið í taugarnar á mér. Ég fæ hroll og grænar í hvert sinn sem ég heyri "Jólin með þér" með Bó Hall og Rut reg. Hvernig dettur jólalagasmiðum í hug að það sé sniðugt að blanda saman jólum og rómantík? Að taka eitthvað ógurlega fallegt og væmið og bæta við það öðru konsepti sem er... líka fallegt og væmið.
Eins og að setja sykur út á súkkulaði.
Mér þykja jólin þar að auki bara ekki sérstaklega góður vettvangur fyrir rómantík. Jafnvel bara óviðeigandi að blanda þessu tvennu saman. Soldið eins og að ríða í kirkju...

Annars er í gangi skemmtileg umræða um hálfvitaleg jólalög í kommentakerfi Varríusar.

Engin ummæli: