24.11.03

Er búin að vera í sálrænni krísu.
Þannig er að mig langar ógurlega að fara til Reykjavíkur einu sinni enn á þessu ári. Spurningin er bara, er mér siðferðilega stætt á því að leggja land (eða flugvél) undur fót "bara" til að heimsækja unnusta minn? Er maður ekki aumingi ef maður lifir ekki af einhverja 40 daga?
En, svo fór ég að gá hvort ég gæti ekki búið mér til einhver fleiri ferðatilefni. Ég er jú að flytja í bæinn eftir áramót... ég get alveg sagt að ég þurfi að fara með eitthvað af drasli, fara heim til Ástu og skipuleggja með henni búsetu mína þar. Það hljómar ekkert ólíklega...
Svo fékk ég aðra fína afsökun í tölvupósti áðan, nefnilega staðfestingu á því að jólaprógramm Hugleix verði haldið í desember, að venju. Ég held ég þurfi ekkert fleiri afsakanir. Ætla að skoða flugför.

Engin ummæli: