13.2.04

Fór AFTUR út á lífið í gærkvöldi.
Hlýddi í þetta skipti á undurfagra tóna Dúndurfrétta sem sérhæfa sig m.a. í "coverun" á lögum Pink Floyd og Led Zeppelin. Tæp 10 ár eru síðan ég heyrði síðast í þessari ágætu grúppu og ekki hefur hún aldeilis versnað.

Í dag erum við samstarfskonur að fara á sýningu hjá Snúði og Snældu. Mjööög þægilegt að geta farið í leikhús á vinnutíma. Þetta ættu nú fleiri að taka sér til fyrirmyndar. Sýna á föstudögum eftir hádegi!

Svo er ferðalag í kvöld í Biskupstungur á frumsýningu á stórverkinu "Góðverkin kalla" eftir þá þrídranga Ármann, Togga og Sævar. Svo skemmtilega vill til að nú eru einmitt um 10 ár síðan ég sá þetta verk fyrst, á Akureyri, en það var áður en ég hafði nokkur kynni af Hugleik eða þeim. Það var líka trúlega í fyrsta skipti sem ég sá Odd Bjarna. Og það var fyrsta verk sem ég sá í atvinnuleikhúsi. Semsagt, 10 ára ammæli margs skrítins í mínu lífi. Í þetta skipti leikstýrir (góð)verkinu Gunnar Björn, Edduverðlaunahafi og Hafnfirðingur

Annars bara galið að gera í vinnunni. Frumsýningar allsstaðar um helgina og næstu vikur. Ég var búin að gleyma hvað maður fær eitthvað frumsýningarstressið beint í æð úr mörgum áttum hérna.
Gamangaman.

Engin ummæli: