12.2.04

Hvernig þróar maður með sér fordóma?

Ég kom til baka frá Frakklandi með geðsjúka fordóma gagnvart Suður-Evrópubúum. Áðan kom hér inn útlendingur með Suður-Evrópskt útlit og ég fékk ógeðshroll og klígju. Bara virkilega líkamlegt antípat og gífulega tilhneygingu til að vera einstaklega truntuleg við vesalings manninn. (Reyndi nú samt að láta á engu bera.)

Þetta er mjög undarlegt. Nú átti ég ekkert neikvæð samskipti við Frakka eða aðra suðrunga á meðan ég var þarna, þetta er alltsaman algjörlega grundvallar og ástæðulaust. En samt, en samt... ég bara þoli þá ekki! Það sama gerist upp að vissu marki ef ég heyri einhvers konar breskan lægristéttahreim. En það er ekki jafn alvarlegt og líklega til komið af smá snerti af breska yfirstéttasnobbinu. Ég held líka að það rjátlist af mér með tímanum.

En líkamlegt ofnæmi fyrir milli-hörundsdökku fólki er hins vegar staðreynd sem mér finnst hryllilega erfitt að lifa með. Þetta er algjörlega gagnstætt öllum mínum skoðunum og því sem ég hélt um sjálfa mig.

Ojmér.

Engin ummæli: