9.2.04

Margt í farvatninu.
Líka ýmislegt í kom-vatninu, eins og t.d. Svandís, sem ætti að vera komin til landsins.
Og nú eru bara rúmlega 2 vikur í frumsýningu hjá Hugleik. Hafa æfingatímabil styst, eða er þetta bara ég? Uppá síðkastið finnst mér vinnan vera bara rétt að byrja, maður er valla búinn að kynnast samleiksfólkinu, hvað þá leikritinu og þá:
BÚMM!
komin frumsýning. Það sama gerðist í Gaukshreiðrinu fyrir áramót. Ég held helst að einhver hafi svindlað með tímann. Hann ferðast allt of hratt og alls ekki alltaf í beinni línu...Eða kannski er þetta merki um að sumir ættu bara að fara að hitta geðlækninn sinn.

Annað í farvatninu, hálfskrifaða leikritslufsan mín er kannski á leiðinni í verkefnavalsnefnd Þjóðleikhússins, en ég er ekki viss um hversu góð hugmynd það er, alveg strax. Það er verið að herja á ýmsa um að stýra höfundasmiðju á leiklistarskóla Bandalagsins í sumar, takist það eru það góðar fréttir fyrir áðurnefnt leikrit. Best væri að reyna að kláraða þar.

Við Ásta ætlum að reyna að norna með Naflaló heima hjá okkur um næstu helgi þannig að fyrirliggjandi er tiltekt... einhverntíma þegar við nennum og erum heima. Annars eru æfingar stífar og búningaföndur stífara þessa dagana.

Engin ummæli: