Íbúðin "mín" er horfin af eignaskrá og þar með væntanlega seld. Ojæja. Hef það svo sem ljómandi gott hér á byrjunarreit. Ætla að fara með dótið í greiðslumat í dag og sjá svo til með framhaldið.
Í öllu íbúðafárinu hef ég síðan eiginlega ekkert tekið eftir einu. Það er rúm vika í áætlaða frumsýningu á Petru von Kant. Jæks! Hvenær gerðist þetta eiginlega? Og leikhópurinn hefur ALDREI pöbbað! Þetta er ekki fallegt afspurnar. Æfingar ganga nú samt alveg þokkalega og annað slagið hvarflar nú barasta að manni að þetta gæti orðið alveg fantagóð sýning, svei mér þá.
Í þessum fárum öllum saman er síðan fíni 11. september útvarpsþátturinn minn allur að verða útundan í umræðunni. Ég er nú samt búin að skrifa af honum alveg sæmilegt uppkast, þarf aðeins að liggja yfir því betur og spekúlera í tónlist. Svo er náttlega spurning aldarinnar hvort eitthvað af draslinu mínu reynist vera nothæft sem útvarpsleikrit...
27.8.04
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli