26.8.04

Jæja.
Þá er búið að koma mér af stað í enn eina maníuna. Villtist inn á skrifstofuna mína seinni part dax til að reyna að finna fólk sem væri til í að staðfesta skriflega á umsókn mína um greiðslumat að ég væri ég.

Þar reyndist vera einvalalið sem gerði það, ég festist síðan náttlega á spjalli og fór ekki baun í banka fyrir lokun. Á hinn bóginn var stungið að mér ýmsum hugmyndum um að koma höfundarverkum mínum á framfæri. Og nú er ég búin að fá einhverja undarlega þrá, þörf, löngun og obsessjón til að fara að klára eitthvað af því sem ég er búin að vera að skrifa, og jafnvel fara með á ákveðna staði með sölu í huga!

Bleh, eins og það hafi ekki verið nógu undarlegt að hafa allt í einu farið af stað og reddað öllum pappírum í greiðslumat á einum degi.

Sé fyrir mér að nú komi eitthvað svona geðveikistímabil þar sem allt gerist í einu, og rúmlega það. Alltaf gaman, en soldið eins og að keyra á ólöglegum hraða.

Engin ummæli: