25.8.04

Fór á rúntinn, fann Seláshverfi (það er staðsett lengst, lengst, næstum í Mosfellsbæ) fann blokkina sem íbúðin "mín" á heima í, og skoðaði hana að utan.
(Er ekki enn búin að finna hjá mér kjark eða þor til að hringja í manninn sem sýnir hana.)

Þegar ég kom þangað var bara sól á Seláshverfinu en þungbúin ský allt í kring. Ákvað að það væri tákn nr. 1. Annars er þetta ógurlega lítið og fallegt hverfi, lengst úti í sveit og rétt hjá reiðhöllinni... villtist aðeins þangað í leiðinni.

Þegar ég kom heim voru síðan í fréttunum einhver svakaleg húsnæðislán hjá KB banka og fleirum. Jámjám. Tákn nr. 2.

Kannski ég ætti að fara að drífa í að gera þetta þrennt sem ég þarf að gera fyrir greiðslumat? Hmmmm. Er reyndar þungt haldin af eignamöppuveiki. Hún lýsir sér þannig að þegar ég er búin að setja eignir í eignamöppuna sem ég er búin að stofna mér á mbl.is þá finnst mér ég eiga þær. Mín íbúðakaupamál eru sumsé orðin svolítið eins og tölvuleikur. Gerast bara í tölvunni en hafa engin áhrif á raunveruleikann.

Er allavega búin að ákveða að ef alheiminum finnst að ég ætti að búa í íbúðinni sem ég er skotin í, þá bíður hún eftir mér þangað til ég nenni að:
a) Flytja lögheimilið mitt til Reykjavíkur
b) Fá mér afrit af skattframtalinu mínu
c) Fá yfirlit yfir hvað ég skulda lánasljóðnum
d) Finna leið til að ljúga greiðslumatinu mínum upp í 10 milljónir
e) Gera tilboð

Þetta ætti ekki að taka nema svona rétt fram á næsta ár...

Engin ummæli: