Þegar ég vaknaði í morgun huxað ég ekki: Hey, ég kaupi mér örugglega íbúð í dag!
Heldur betur ekki. Þvert á móti var ég um 10 leytið búin að ákveða að leita mér að rottulegri holu til leigu, helst í kjallara, skríða þangað niður, éta þunglyndislyfin mín og rígrúppa, og bíða eftir að verða rekin úr nýju vinnunni sem ég er ekki að ná neinum tökum á. Án þess að sjálfsögðu að viðurkenna nokkurn tíma, fyrir öðrum en veggjunum í rottuholunni minni, að neitt væri að í mínu lífi
Í dag tók hins vegar líf mitt eins og trilljón U beygjur.
Maðurinn tók tilboði mínu í íbúðina á klukkutíma sléttum. Er orðin verðandi eigandi 8 milljóna króna íbúðar, við Vitastíg, sem hefur fegursta stofuglugga í heimi. Nú hef ég viku til að redda pappírum og einum þremur milljónum.
Herra Uberboss í vinnunni neitar að gefast upp á mér. Hann settist niður í dag og tjáði mér að hann neitaði að trúa því að ég gæti ekki náð tökum á þessu með hæfilegum aðlögunartíma. Taldi síðan upp fullt af hlutum sem ég hef gert í mínu lífi, sem ég var satt að segja ekki búin að setja í samhengi, og hafði ekki hugmynd um að hann vissi. Herra Uberboss hefur sem sagt talsvert meiri trú á mér þessa dagana heldur en ég sjálf... á kannski eftir að fara flatt á því, en er á meðan er og gott að vita.
Og nú er komið eftir miðnætti og ég var að koma af Memento Mori æfingu sem ég held að geti varla orðið annað en tær snilld.
Ég veit ekkert hvaðan á mig stendur veðrið... nema það komi beint frá Guði og englunum.
22.9.04
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli