Eitt fynd gerðist.
Félagsstofnun vildi fá vottorð þess efnis að ég væri einstaklingur. Ég fór á skrifstofu til að fá slíkt, hvar tók á móti mér maður sem hugðist slá mér gullhamra með því að undrast einhleypi mitt með spurningunni.
"...og hvernig stendur nú eiginlega á því?"
Vesalings maðurinn gat ekki vitað að þarna spurði hann rangrar spurningar í mjög rangri viku og fékk þau svör á kjarngóðu alþýðumáli að þannig væri nú bara ástandið í heiminum að þeir menn sem vottorðsumsækjandi hefði undanfarið rennt hýru auga til væru þvílíkir lúðulakar og uxahalar að þeir kynnu ekki gott að meta þó það kæmi og boraði í nefin á þeim.
Maðurinn gaf út vottorð um piprun vora með skelfingarsvip og hefði látið það gilda til lífstíðar hefði tölvukerfið boðið uppá...
24.9.04
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli