Ég er að tileinka mér heilan haug af nýjum málheimum þessa dagana.
Í nýju vinnunni er ég farin að geta notað orð eins og "slögg", "burði" og "inndálka", alveg án þess að blikna eða blána. Jafnvel öll í sömu setningunni, ef mikið liggur við.
Svo er ég náttúrulega í miðri skrifstofuflórunni og tala við nokkrar móðurlegar eðalkonur á hverjum degi, hjá bönkum, fasteignasala, félagsþjónustu og örugglega fleirum þegar fram líða stundir. Þær eru búnar að kenna mér að nota orð eins og "greiðslugeta", "lánsloforð", "eiginfjármögnun" og "veðréttir", eins og ég hafi aldrei gert annað.
Svo, síðast á kvöldin, hafa þessa vikuna tekið við vangaveltur um ódauðleikann í sérdeilis góðum hópi.
Ætti kannski að skrifa ódauðlegan inndálk um veðrétti?
24.9.04
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli