27.9.04

Fyrir margt löngu kokkuðum við Berglind upp lyf við andlegri og líkamlegri vanlíðan. Ég man ekki hvað sú töfrablanda átti að innihalda, fyrir utan hamsatólg. Ég held ég sé hins vegar að þróa hina fínustu atferlismeðferð. Hér koma:

Nokkur atferlisráð við andlegri og líkamlegri vanlíðan sökum dömps eða annars tilfallandi

- Eyddu nokkrum milljónum sem þú átt ekki í Lífsgæðakapphlaupið og veðsettu alla fjölskylduna í þágu eigin þæginda.

- Láttu vini þína sýna þér sætustu vini sína... sem reynast síðan vera of sætir til að þú þorir að tala við þá.

- Finndu uppá illu alter-egói og spilaðu Simpson-Matador í karakter. (Sigríður Hórkona var t.d. alltaf í fangelsi...)

- Horfðu og hlustaðu á annað fólk, sérstaklega þá sem eiga bágtara en þú. Það setur hlutina í samhengi.

- Farðu á nokkra fundi til að ræða vandamál tengd ódauðleikanum.

- Og síðast en ekki síst, vinna. Mikið og alltaf. Kemur í veg fyrir svefntruflanir.

Svo mörg voru þau orð.

Ég athugaði hins vegar næturlífið örlítið um helgina, aðallega til að skoða aðeins líf einnar þeirra sem hefur það tvímælalaust verra en ég, þó ekki væri nema fyrir að vinna á Ölstofunni. Á galeiðunni er hávaði og ég held ég geti ekki bætt því á listann til líðanabætingar. Huxa að ég sniðgangi þann menningarkima bara áfram, þrátt fyrir mikil veiðiplön og fyrirsjáanlega búsetu í miðbænum.

Annars á nýtt og betra greiðslumat á leiðinni, sem og loforð um viðbótarlán, vonandi verður allt komið á sinn stað fyrir miðvikudag. Og eftir mánuð verð ég komin með íbúðina mína! Þá fyrst verður nú hægt að fara að... geríðí.

Og viðbótarlánasjóður var að hringja... það vantar blað... hananú, þar byrjar það...

Engin ummæli: