Ég held ég hafi aldrei á ævinni átt jafn mikið af pappír. Ég er með fulla tösku, og svo á ég þykkar möppur á ýmsum stöðum úti í bæ. Tilvera mín er orðin rækilega staðfest og skjalfest, er búin að fá vottorð um meira og minna allt sem ég er og hef gert í lífinu, nákvæmar útlistanir á öllum peningum sem ég á eða gæti mögulega fengið lánaða og svo útreikninga á ýmsa vegu á öllu saman.
Samt vantar, á hverjum degi, eitt til þrjú blöð. Og yfirleitt þarf ég að fara á einn af sömu þremur stöðunum til að fá þau. Allir eru síðan af vilja gerðir að láta mig hafa fleiri blöð, það er ekki málið. Og ég skil alveg tilganginn með þessu öllu saman. En það virðist vera lögmál að það gerist ekki nema ca. eitt blað á dag.
23 dagar í afhendingu, geri ráð fyrir að það þýði um 23 ný blöð. Þarf að kaupa mér möppu.
Í fyrradag varð síminn minn ársgamall, og fór þar með úr ábyrgð. Í gær ákvað hann að nú væri nóg komið og hætti að hlaða sig. Þetta segir manni náttúrulega bara nákvæmilega það að maður ætti ekki að alltaf að kaupa ódýrasta símann í búðinni. Ég er reyndar bara nokkuð kát, er búin að hafa augastað á nýjum síma um nokkurt skeið og hyggst fjárfesta í slíkum seinnipartinn, í leiðinni til eins pappírspésans.
Trallallah... jájá, allt gott, bara.
29.9.04
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli