31.10.04

Var að ráfa um hótelið í tilgangsleysi og raxt á tølvu með interneti og meira og minna íslensku lyklaborði. Er í fyrsta skipti í ferðinni sem ég ráfa eitthvað í tilgangsleysi (prógrammið er búið að vera stíft) en thessi ráfun kemur til af thví að illarnir sem ég ferðast með gleymdu að skipta yfir á vetrartíma í nótt og vøktu mig til hittinga klukkutíma of snemma. Plebbar.

Erum annars búin að funda ýmislegt, ferðast um allar koppagrundir, borða stanslítið (og einu sinni hjá borgarstjóranum), sjá tvær leiksýningar, eina góða og eina vonda, og í dag átti að vera letidagur thar sem prógrammið er búið og við komumst ekki heim fyrr en á morgun. En, reyndust ekki Norðmenn vera líka enn á svæðinu svo nú ætlum við að hitta thá, og borða, en ekki hvað?

Og ég er búin að komast að thví að skandinavískan mín er stórfín, sem og færeyskan.

Seinnipartinn ætlum við svo að fara og sjá hinn stórkemmtilega sjónleik "Fólk og dólgar í Kardemommubý" í flutningi Sjónleikarafélagsins.

Og nú held ég að sé að verða kominn tími til að hitta thetta fólk, samkvæmt tímatali mannkyns.

Blíðar heilsanir,

Engin ummæli: