16.11.04

Smitaðist af topptíu listamanninum Varríusi og datt í hug að gera topp fimm og botn fimm yfir það sem er skemmtilegast og leiðinlegast í vinnunni:

Botn 5


1. Þegar fólk hringir og segist ætla að koma „fyrir eitt“ að sækja eitthvað. Kemur svo tvær mínútur í og þarf voðalega mikið að skoða þegar ég er að flýta mér. (Athugist, á ekki við um fólk sem ég þekki og kemur í kaffi. Bara ókunnuga.)

2. Þegar fólk hringir og vantar leikrit og segir „Æi, veistu ekki um eitthvað skemmtilegt, með hlutverkum fyrir 15 unglingsstelpur...?“
(Veit um fullt af skemmtilegu. Veit hins vegar sjaldnast neitt um viðkomandi leikhóp eða hans smekk. Og leikrit fyrir 15 unglingsstelpur eru almennt ekki til.)

3. Þegar vítisvélin bilar og étur og krumpar eina handritið af einhverju meistaraverkinu.

4. Þegar unglingar koma inn, eftirlitslausir í hópum, bara til að skoða.

5. Þegar ég er með einhvern skemmtilegan í kaffi og allt fyllist af ókunnugum sem þurfa þjónustu.

Topp 5

5.
Þegar ég sest fyrir framan tölvuna og skoða ruslpóstinn með fyrsta kaffibollann á morgnana.

4.
Þegar margir skemmtilegir koma í kaffi í einu.

3.
Þegar ég þarf að umslaga fundarboð eða formannapóst.

2. Þegar ég þarf að ljósrita leikrit sem eru búin að vera í umslögum áratugum saman og ég get sett þau í möppur með löggildri merkingu.

1. Þegar ég þarf að fara á Bandalagsþing, haustfundi, skólaslit, hátíðir eða annað þessháttar, hérlendis sem erlendis.

Topplistinn gæti reyndar verið endalaust lengri, þar er nefnilega næstum alltaf gaman í þessari vinnu. Því væri öfugt farið í Starfi Satans sem ég er í seinnipartinn...

Engin ummæli: