15.12.04

Það veit sennilega ekki á gott þegar það er búið að sjóða á manni einu sinni, og maður er búinn að rífa kjaft á leiklistarspjallinu, fyrir klukkan 10. Bölvaðir bjánar út um allt, alltaf hreint.
Og bíllinn nennti ekki heim úr vinnunni í gærkvöldi, þverskallaðist við að fara í gang og fékk að gista þar. Vona bara að hann taki við sér á eftir, til þess að Faðir Vor geti fengið hann lánaðan.
Og ég er ekkert farin að jólast. Alveg pollróleg yfir því líka. Er næstum alveg viss um að jólin koma hvað sem ég geri eða geri ekki. Næstum alveg. Íbúðin er allavega öll í drasli og ég er ekki búin að kaupa svo mikið sem eina jólagjöf. Sé fram á að eyða helginni í Smáralindinni, ef drossían lofar.
Og ég skil ekki hvert tíminn fer. Nú er einhver búinn að vera að fikta í þessu.

Og ég er búin að vera að reyna að komast að því hvort næsta Harry Potter bók sé ekki á leiðinni. En, nei. Ég komst bara að því að höfundurinn er óléttur, einu sinni enn. Getur þetta fólk ekki hamið sig nokkra stund? Hins vegar las ég heimasíðu J.K. Rowling áðan, alveg upp til agna, og fyrirgaf henni barnadelluna, upp að vissu marki. Þessi vefur er nefnilega skemmtilegur og fær hérmeð fastan link.

Líka Osho.com, Zen tarot, sem hefði náttúrulega átt að vera komið inn fyrir löngu.

Engin ummæli: