5.1.05

Og síðan síðast...

...er margt og mikið búið að gerast. Þann 27. des. fór ég til Akureyris og sá generál af Ólíveri hjá Leikfélagi Akureyrar. Sá líka frumsýningu daginn eftir og þá var líka partý. Var síðan fyrir norðan í góðu yfirlæti fram á gamlársdag, sá reyndar minnst af Árna mínum þar sem hann þurfti ógurlega mikið að leika og vinna og allt mögulegt, en við smábátur, mótorskip Róbert, höfðum það náðugt og fórum m.a. í fjölskylduboð hjá Eló minni ásamt með öllum flotanum. Var það einkar skemmtilegt og endaði með singstar-keppni. (Flotinn er nefnilega hálfgerð Von Trapp fjölskylda. Allir syngja.)

Á gamlársdag brunuðum við Árni síðan austur og vorum heima hjá mér um áramótin. Það held ég hafi happnast ágætlega. Nú brá svo við að við Bára héldum ekki áramótapartý, en fukum þess í stað heim til Halldóru í gleðskap upp úr miðnættinu. Það var alls ekki verra, nema síður sé. Svo var púlsinn tekinn á áramótaballinu, það var eins og venjulega.

2. jan. var síðan haldið aftur norður þar sem 2 sýningar áttu að vera á Ólíveri. Við festum okkur aðeins í snjóskafli, en ekki fór þó svo vel að við mættum hafa vetursetu á Mývatnsöræfum og Árni rétt náði sýningu. Planið var svo að keyra suður 3., en það var ekki hægt, allt ófært landleið sem flugleið. Í staðinn eyddum við deginum í Brekku. (Sem sagt, uppvaxtarstað Árna, ekki þeirri sem undirrituð er stundum kennd við...) Við góða skemmtan, ég hlaut m.a. uppfræðslu í uppáhaldshljómsveit þeirra Brekkubræðra, They Might be Giants. Skemmtilegt.

Við komum í bæinn í gær, með flugi, og ég fæ að hafa hann Árna minn hjá mér þangað til á morgun. Upphefst eftir það mikil sorg, grátur og gnístran tanna, þar sem hann þarf að leika og leika, ég er að aðstoðarleikstýra og aðstoðarleikstýra og Skrattinn veit hvenær við sjáumst næst. Fjandans. Á meðan hann dvelst hér verður hann við nám í því sem allir mínir menn þurfa að þekkja, Buffy the Vampire Slayer. (Honum var nær að gefa mér 1. seríuna á DVD í jólagjöf...)

Og núna er sem sagt komið á eðlilegt kerfi hversdaxlífs, svona nokkurn veginn. Ég þarf að fara að upphuxa aukatekjur. Lallallah. Samkvæmt greiðsluþjónustunni minni þarf ég að borga 75.000 kall á mánuði í hvers konar kostnað við tilvist mína. Það er fyrir utan líkamlega og andlega fæðu og neyslu. Hmmmm... Ekki víst að það sé alveg... hægt. Miðað við núverandi innkomu.

Og svo þarf ég nauðsynilega að tjá mig um tilvist söngleixins Ólívers. Hann veldur mér heilabrotum. Huxa að ég skrifi grein, annaðhvort hér eða þar.

3 ummæli:

Varríus sagði...

Velkomin aftur í tölu bloggenda. Síðast þegar ég gáði átti söngleikurinn Óliver! sér engan tilvistarrétt. Hlakka til að sjá hvað þér finnst.

Ásta sagði...

Gerir maðurinn sér grein fyrir því hversu stórt og mikið prik hann fær fyrir þessa gjöf? Vel að verki staðið verð ég að segja.

Berglind Rós sagði...

Ég hlakka líka til að sjá hvað þér finnst um Óliver, ef ekki hér láttu þá vita hvar :)