21.3.05

Og skattframtalið er gjört! Reyndar örugglega bandvítlaust og allt, en þeim er bara nær að láta mann færa inn bjánalæti eins og upplýsingar um íbúðalánasjóðslán og sollis, sjálfan.

Átti annars ágætishelgi. Dró ástmann minn á Ungann með Patataz-fólki á föstudaxkvöld. Á heimleiðinni fundum við mann liggjandi í bankastrætinu. Hringdum á lögguna og pössuðum hann þangað til hún kom og tók hann með sér. Þóttumst öll vera betri manneskjur á eftir. Þegar heim kom hlustuðum við Árni á Embættismannahvarfadiskinn í heild sinni. Ætla aldrei að gera heimsbyggðinni það framar að syngja eitt einasta gaul. Árni var hinsvegar búinn að gleyma öllu sem hann söng í þessu leikriti, en hafði ekki nokkurn hlut að skammast sín fyrir þar. Þetta er náttlega að springa úr mússíkkölskum hæfileikum.

Á laugardaxkvöld lenti ég í partí hjá hans félögum. Þetta var sannkallað nýaldarpartý sem snerist mest um að dánlóda allskonar tónlist af internetinu. Það var hin bezta skemmtan.

Fór svo á Klaufa og kóngsdætur á sunnudegi. Varð fyrir nokkrum vonbrigðum. Hefði viljað sjá:
Minni H.C. - Meiri Ármann/Togga/Sævar, í handriti.
Minna prjál - Meiri strípaða Ágústu, í uppsetningu
Og almennt, minna væm - meira fynd.
Þóttu sumar sögurnar langdregnar (og heyrðist á einbeitingu ungra áhorfenda að þeir væru mér frekar sammála) og væri til í að kjöldraga þann sem setti þessa Suður-Ammrísku laghörmung inn í Svínahirðinn. Ekkert verra en að koma út af leiksýningu með leiðinlegt lag á heilanum.

Tekið skal fram að ég fór með talsverðar væntingar.

Engin ummæli: