5.10.05

Enn af ástandinu

Já, mann ku eiga að dreyma skrítnar þegar maður er óléttur en ella. Ég las það einhvers staðar. Hef hins vegar ekkert tekið eftir því að mig hafi dreymt neitt meira en venjulega. Það sem mann dreymir, þegar maður man það, er yfirleitt ekki sérlega vitrænt. Hins vegar er spurning hvort maður man ekki frekar drauma sína þegar maður vaknar til að míga 785 sinnum á nóttu.

Ég held að þetta með auknar draumfarir séu ein þeirra bábilja sem tilkomin er vegna samþættunar svefntruflana og sjálfhverfu sem ólétt fólk fær gjarnan. Það hljómar bara rómantískar hinsegin. Og rómantísering óléttna er síst að fara minna í pirrur mínar nú en þegar ég henti fyrstu óléttubókinni yfir stofuna mína í geðvonskukasti á 10. viku meðgöngu.

Og svo þetta sem maður les. Myndtexti í einni óléttubók situr í mér:
Margvíslegar hugsanir þjóta gegnum hugann eftir því sem líður á meðgöngu(!)

What?! Huxanir mínar eru ætíð æði "margvíslegar". Hef ekki orðið vör við að þær séu nokkra baun "margvíslegri" nú en áður. Hvern djöfulann sem það á nú að þýða. Þetta eru bara einhverjir svona... orðaleppar sem geta þýtt hvað sem er. Það er eins og menn taki bara hvað sem hljómar væmið og klíni því á ástandið. Er þá að furða þó menn verði þunglyndir þegar þeir eru allt í einu ekki lengur miðdeplar einhvers ljósbleiks ólétturaunveruleix og þurfa að takast á við raunveruleikann í sauðalitunum með grenjandi, ælandi og drullandi krakka hangandi í brjóstunum.

Ég held því fram að þetta sé óhollt og geðskemmandi.

Í beinu framhaldi, mikið var ég glöð þegar ég heyrði að það ætti að fara að byrja á einhverri vitundarvakningu um uppeldi. Huxaði "...ekki veitir nú af, agaleysið í þjóðfélaginu..." og þar fram eftir... Svo sá ég þetta sem fíflin sem standa á bak við hálvitafyrirbærið "Verndum bernskuna" kalla "Heilræði". Fullt af fallegum setningum. Sem segja manni andskotann og ekki neitt.
Hvað þýðir til dæmis: "Leyfum barninu að vera barn"?
Ég spyr nú bara, eins og fávís kona, hver er hin leiðin?

4 ummæli:

Ásta sagði...

Ertu að meina að draumurinn um búningaframleiðslu ómálga hugleiksbarna sé fokinn út um gluggann? Á þetta bara að vera úti að leika sér?

Ég skil greinlega ekki heldur.

Nafnlaus sagði...

Það var einu sinni einn lítill 6 ára strákur í borginni með hnút í maganum sem svaf svo illa á nóttunni - hann var svo hræddur um að vakna ekki tímanlega á morgnana til að vekja 3 ára bróður sinn, klæða hann, gefa honum að borða og koma honum í leikskólann - og reyna að vekja mömmu sína ... kannski... og reyna að mæta í skólann sinn ...
Æ ég bara varð að segja þetta ... fyrirgefðu þetta raunveruleikainnskot ...

Sigga Lára sagði...

Fólk sem er svo ógeðslega heimskt og illa innrætt að ætla litlum börnum svona ábyrgð á ekki að fá að hafa þau. Og ég held að ekkert "átak" geri það kraftaverk að gera vanhæfa foreldra að hæfum.

Það er raunveruleikinn.

Elísabet Katrín sagði...

Að leifa barni að vera barn, er í mínum huga að kenna því ekki að setja í þvottavél 6 ára, ef það vill eiga hrein föt til að fara í !!! Mér finnst nú líka bara allt í lagi að reima,renna og hneppa svona sirka nærri þar til börnin flytja að heiman...;)