17.11.05

Fari það í hlandbrunnið hurðalaust...

Nú er allt á barmi taugaáfalls. Gerði svo mikið í gær að ég var næstum búin að missa legvatnið og þurfti að sitja af mér æfingu. Sem mér þótti hið slæmsta mál. (Svona fyrir utan hvað það er alltaf gott að hafa meiri tíma til að knúsa Rannsóknarskip og Smábát.)

Gat samt sem áður ekki á mér setið þegar ég fékk tækifæri til að láta í mér heyra á opinberum vettvangi. (Öðrum en þessum hér, þ.e.a.s.) Og verð, að ég held, ásamt með Önnu Beggu á Talstöðinni klukkan hálffimm. Held við verðum í beinni, er samt ekki alveg milljón prósent viss.

Hvað fleira? Jú, hér er frétt.

Engin ummæli: