19.11.05

ogviðhöndumtökumsamanöllsemeitt!

Frumsýningardagar eru alltaf skrítnir. Manni finnst maður ætti að vera að gera eitthvað, en það er kannski ekkert eftir sem mar getur verið að gera. Tja, allavega ekkert sem ég get verið að gera, í tilfelli þessarar sýningar á þessum tímapunkti.

Ég verð að vera soldið sammála því sem æðsti leikstjóri sagði á sínu bloggi í gær. Þrátt fyrir fínar viðtökur í gær og að allt plögg lofi góðu, og að mér finnist þetta frekar ljómandi sýning, þá er ég mjööög tortryggin. Þetta var of auðvelt.

Það var gaman í höfundaklíkunni sem skrifaði. Alltaf stuð á fundum, og svo skrifaði þetta sig nú eiginlega bara sjálft, finnst mér. Tónlistin mokaðist út úr höfðum Snæbjarnar og Þorgeirs eins og þeir fengju borgað fyrir það. (Sem þeir fengu að sjálfsögðu ekki, frekar en neinn annar sem kom að gerð þessarar sýningar.) Og var harla góð.

Svo gat ég komið miklu minna að æfingatímabilinu heldur en ég ætlaði, sökum ýmiss krankleiks, en, svei mér þá, ég held það hafi nú bara ekki komið baun að sök. Svona er maður nú innilega ekki ómissandi, svei mér þá! Svo fær mar bara að mæta á frumsýningu, eins og fín frú, í síðasta kjólnum sem mar kemst í, og hirðir svo sneið af heiðrinum fyrir alltsaman.

En hvað við Toggi höfum nú verið framsýn og snjöll þegar við fengum þessa fáránlegu hugmynd, hérna einhverntíma árið 1999.

3 ummæli:

Gummi Erlings sagði...

Stefni að því að láta líða yfir mig á einhverju dramatísku augnabliki í sýningunni, svona til að halda einhverju fútti í þessu. Eða nei, kannski ekki. Sem betur fer þurfti ég að vinna í dag, annars vissi ég ekki alveg hvað ég ætti af mér að gera.

Nafnlaus sagði...

POJ POJ!! Ég vildi óska þess að ég væri þarna stödd!!!

Nafnlaus sagði...

Síðasta kjólnum! Þetta var fyndið! Hefur vonandi náð langt niður fyrir sviðsbrún í framklappinu.
Gleymdu því bara ekki að hinir síðustu verða stystir.