23.11.05

Skrambans

Virðist vera að fá aðra flensu, alveg í röð. Ligg í dag með upphafseinkenni. Er nú samt að vona að mér takist að taka u-beygju áður en ég lendi á henni. Drakk sólhatt í gær og það hafði hinar undarlegustu afleiðingar. Er kílói léttari í dag en í gær. Ég meig því. Er ekki einu sinni að ýkja neitt!

Reyndar erum við búin að fara í mæðraskoðun í morgun. (Ég og Árni. Er ekkert á leiðinni að fara að tala um sjálfa mig í fleirtölu.) Ljósmóðirin gaf okkur bækling með fullt af myndum af brjóstum. Gerir nú ekki mikið fyrir mig.

Og á eftir verð ég víst að reyna að lufsast á foreldrunarnámskeið, hvað sem tautar. Best að sofa þangað til.

ZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzz

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Skerðu 1 sm. af engiferrót, afhýddu og sneiddu í minni bita ofan í pott, þar yfir 1/2 l af vatni og sjóddu síðan í 5 mín., leggðu svo á og mældu um að allar pestir úr þér hverfi um leið og þú drekkur seiðið - e.t.v með hunangsögn útí. Öflugt á mínum bæ.

Berglind Rós sagði...

Maður má víst ekki taka sólhatt þegar maður er með kríli í bumbunni, en engiferrót og fjallagrös er örugglega í lagi :-) Batni þér fljótt og vel ljúfust.

Nafnlaus sagði...

Gott og hreinsandi er einnig að setja cayennapipar á hnífsoddi í te það sem Hulda mælir með ásamt því að drekkja eins og einum poka af kamillutei útí herlegheitunum áður en þú hellir þessu í þig.
Þú misskildir þetta með bæklingana.

Þeir eru handa Árna.

Nafnlaus sagði...

Ja ef þú ætlar ekki að nota þessa brjóstabæklinga, máttu alveg senda mér þá;) hehe

Nafnlaus sagði...

Og sparaðu ekki berserkjasveppina.