29.1.06

Eins og sjá má

á kommentaflóði við síðustu færslu reyndist Kafbátur vera stúlkukyns. Hún fæddist í gær, þann 28.1. klukkan 17:58. Mældist 15 merkur og 49 cm. Var fjólublá á litinn.

Um fæðinguna væri hægt að skrifa safaríka hryllingssögu. Held ég sé næstum orðin samkeppnisfær við frú Ringsted á þeim vettvangi. Rannsóknarskip stóð sig eins og hetjan sem hann er, og var ljósmóðir mjög impóneruð yfir samlyndi okkar hjónaleysa, ég mælti víst ekki styggðaryrði við hann hverju sem á gekk. Er mér sagt. Ég man ekki mikið. Var undir það síðasta komin í ALLT dópið.

Ég ætlaði að liggja fullt á spíttlanum, en þegar til átti að taka tímdi ég ekki að senda Árna aleinan heim þannig að við vorum bara í Hreiðrinu í nótt og komum svo heim núna í kvöld. Myndir verða birtar á allra næstu dögum. Díteiluð fæðingarsaga verður það ekki. Hún verður ekki höfð eftir fyrr en eftir langan tíma og marga bjóra.

17 ummæli:

Svandís sagði...

Elsku Sigga og Arni og smabatur

Innilega til hamingju med litlu stulkuna. Tel vist ad hun se yndisfrid og fullkomin alveg eins og mamman.

Knus og kossar fra Frakklandi,
Svandis, Jonathan og Heida Rachel

Nafnlaus sagði...

Ji elsku Sigga mín. Ég bara VERÐ að fá ALLA safaríku díteinlana!!!
Þú verður að klára tvær fæðingar í viðbót áður en þú slagar í mig elskan ;) Úff!! Hver annarri hryllilegri. Skil aldrei neitt í þessum kvensum sem segja: ég var nú bara til í þetta strax aftur um leið og krílið var komið út!
Ég held að þær séu bara að ljúga!
Dóp er GOTT. Mænudeyfing er dýrðleg. Vona að þú hafir fengið eina slíka...
En mikið trúi ég því að nú sértu glöð og ánægð! Passaðu þig bara á að taka með þér vatnsglas inn á bað...... Þú veist af hverju. Ég þori ekki að skrifa það ef karlmenn eru að lesa þetta. Þeir þola nú svo lítið þessi grey! Gangi þér vel og hringdu bara ef þú færð baby blúsinn. Ég kann gott ráð við honum líka ;)
svo finnst mér að stelpan eigi að heita Hrafnkatla. Bara af því að ég fékk aldrei neina Hrafnkötlu *snökt*
Luv
Ylfa

Nafnlaus sagði...

Elsku Sigga Lára, Árni og Róbert! Til hamingju með litlu dömuna og góðan fæðingardag. Vona að öllum heilsist vel og þið jafnið ykkur fljótt eftir þessa mögnuðu lífsreynslu.
Halla

Gummi Erlings sagði...

Barnsmóðir mín lýsti því yfir að svæfingarlæknirinn væri fallegasti maður í heimi þegar hann gaf henni mænurótardeyfingu. Mér leyst nú ekki á blikuna. En innilega til hamingju, enn og aftur.

Þórunn Gréta sagði...

Fallega fjölskylda!

Innilegar hamingjuóskir með vatnsberastelpuna.

Nafnlaus sagði...

Elsku Sigga Lára og flotinn allur!

Innilega til hamningu með ... dugguna, kænuna, skútuna, bátsskelina ... ekki er hún nú orðin freigáta strax hvað sem síðar verður. Þetta er örugglega falleg, gáfuð, vitræn og leikvæn stúlka eins og hún á kyn til.
Bestu kveðjur, Hrefna.

Gadfly sagði...

Það er mjög viðeigandi að fæðast á nýju tungli. Smart hjá stelpunni.
Til hamingju með hana öll sömul:)

Gadfly sagði...

Ó! Daginn fyrir nýtt tungl sumsé. Jæja, hún er örugglega klár samt.

Nafnlaus sagði...

Hæhæ til hamingju með litlu stubbuna.
Daginn eftir ég eignaðist mína hitti ég eina á göngunum sem var nýbúin að fæða og svo hissa af því hana hafði aldrei grunað þetta væru svona eins og pyntingar.
Ég var alveg sammála henni þá en nú er það allt löngu gleymt. Klisjukennt en satt.

Nafnlaus sagði...

Innilega til hamingju með stúlkuna öll þrjú. Ég lýsi að sjálfsögðu yfir fullum stuðningi við nafnið Hrafnkatla (gott Ylfa gott). Þrátt fyrir að eiga hóp af stúlkum þá misst ég af því að nota nöfnin Bergey og Bjargey sem ég var ákaflega heit fyrir.... mæli með þeim.
Og Ylfa... kvensurnar eru ekki að ljúga - það er hreinlega hægt að hafa ánægju af þessu. Ég var sko til í aðra fæðingu um leið og Hekla kríli var komin út, enda hefði verið mjööög dapurt að skella bara í lás, svona í ljósi þess að Katla var rétt ókomin :0)

Njóttu vel Sigga Lára.

Berglind Rós sagði...

Velkomin heim öll sömul og aftur innilega til hamingju. Ég tek undir allt með Ylfu, ég vil sko fá alla söguna, og mænudeyfing er dásamleg. Að vísu ekki á meðan verið var að koma henni fyrir, það voru aldeilis ekki falleg orð sem sá grey maður að heyra fékk frá mér. En ótrúlegt en satt, þá er maður til í að gera þetta aftur :-)

Hafið það gott, gangi ykkur vel og njótið. Áður en þið vitið af verður hún farin að hlaupa um og tala allan daginn og alveg steinhætt að vera smábarn. Klisja, ég veit, en líka alveg satt!

Nafnlaus sagði...

Vá, þetta er rosalega skemmtilegt...

Til hamingju með stækkun flotans.... vona að kvótinn aukist einnig....

Bestu kveðjur,
Sigga Birna

Nafnlaus sagði...

Til hamingju elskurnar mínar. Ég sit hérna hinumegin við hornið og langar að koma og berja ykkur augum. Vinnuheitið var karlkyns svo ég ætla að kalla hana Báru til að byrja með.

Gadfly sagði...

Samkvæmt yfirlýstu markmiði Spúnkhildar um að allir hennar vinir láti börn sín heita í höfuðið á systur sinni og henni (Heiðu), ætti telpan þá að heita Bárrún. Eða Bárheiður Hugrún.

Magnús sagði...

Dugga? Kæna? Til hamingju með litla fleyið.

Nafnlaus sagði...

jei til hamingju!

fangor sagði...

já, það er þetta með hana heiðu..stúlkan verður þá að heita heiðhildur, svo draumkonu minni verði ekki illt við..