3.2.06

Fyrir kjeellingar, 2. hluti

Freygátan fæddist klukkan 17:58 en ég held ég muni mjög lítið eftir neinu sem gerðist frá og með ca. hádegi. Og ég held ég hafi öskrað meira og minna allan daginn. Enda raddböndin ekki upp á marga fiska þessa dagana. Hins vegar var ég ekki vond, eða einu sinni ókurteis, við neinn. Enda gat ég voða lítið sagt yfir höfuð. Og hafði ekkert orku í að verða neitt reið. Fæðingin gekk síðan einhvern veginn, ég fann náttúrulega hryllilega mikið til í grindverknum. En svo var stelpan allt í einu komin. Og þá komst ég allt í einu til meðvitundar. Fékk hana í fangið, hún var fjólublá og alveg svakalega hress og vakandi, þrátt fyrir allt dópið.

Þar með var þó dramatíkin ekki alveg búin. Þegar fylgjan var fædd fór ég að missa allt blóð í heiminum. Barninu hent í Árna og fæðingarlæknir kom og eitthvað fleira fólk og maður fékk svona smá ER fílíng. Ég var hins vegar ekkert að fylgjast með því sem var verið að gera við mig, var bara að hlusta á Árna syngja fyrir barnið. Enda reyndist þetta ekki alvarlegt, blæðingin hætti jafnsnögglega og hún hófst, áður en hún varð það mikil að ég þyrfti að fara í sængurlegu. Sem ég ætlaði nú reyndar að gera, en þarna á laugardagskvöldið tímdi ég alls ekki að senda Árna heim þannig að við vorum bara í Hreiðrinu um nóttina og fórum heim kvöldið eftir.

Engin ummæli: