26.1.06

...já, og Hugleikarar!

Mér skilst að það sé tiltektardagur á Eyjarslóðinni á laugardag. Við hjónin verðum sennilega nokkuð vant við látin, en til þess að leggja mitt að mörkum til mætingar hef ég ákveðið að yfirmaður Tiltektardax, hún Júlía Hannam, verður ein þeirra allra fyrstu til að fá fréttir í sms-i. Og það verður örugglega löngu áður en þær birtast hér. Þannig að ef menn vilja vera með þeim fyrstu með fréttirnar þurfa þeir að vinna fyrir þeim með skítverkum.

Og, Árni var að frétta að morgundagurinn væri alls ekki sem verstur til fæðinga. Það ku vera afmælisdagurinn hans Mozarts. Hvernig hljómar Amadeus Árnason? Kallaður Ammi?

24 ummæli:

Gummi Erlings sagði...

Eða Mosi frændi...

Sigga Lára sagði...

Já, átti einmitt eftir að fá staðfestar ákveðnar fréttir sem ég var að heyra af ædentitíi söngvara þeirrar ljómandi hljómsveitar...

Með því áhugaverðara sem ég hef heyrt á þessu ári.

Nafnlaus sagði...

Hey? Er hægt að bæta mér á SMS listann?? Ég bý nefnilega svo afskekkt!!

8958507

Sigga Lára sagði...

Nokkrir tengiliðir verða látnir láta boð út ganga. Geri ráð fyrir að þú verðir annað hvort á Hugleixlistar eða Nönnulista. Kannski báðum!

fangor sagði...

ég er mað ylfu á lista svo hún fær þá bara tvöfalt..

Nafnlaus sagði...

Elsku vinkona, ég hugsa til ykkar og óska ykkur góðs gengis.

Berglind Rós sagði...

Ég þekki líka ágætispilt sem er 9 ára í dag, afskaplega ljúfan vatnsbera. Ef kafbátur verður þannig, þá verða a.m.k. næstu 9 árin ósköp þægileg :-) Gangi þér vel, við erum öll að hugsa til þín.

Nafnlaus sagði...

mleqtlbs, maður hvað ég er spennt!!!

Ásta sagði...

Við krossum fingur, tær, augu...

Gangi þér vel!

Nafnlaus sagði...

Gangi ther vel elsku Sigga min. Eg hugsa stanslaust til thin og Gotta kafbats. Thetta er svo yndislegt (adallega samt thegar thetta er buid), heimsins mesti lettir :).

Thin Svandis

Nafnlaus sagði...

Ef blessað barnið kemur á morgun, þá skeikar þetta um einn dag hjá mér;-)! Gangi þér vel ljúfan og njóttu þess að skoða sætar tær og fullkomna putta og krúttlegt nef og......... njóttu bara.Þetta er ekkert svo vont, amk ertu fljót að gleyma því þegar anginn kemur í fangið. Má ég líka vera á smslista? Knús Halla

Nafnlaus sagði...

Úff kannski er þetta bara allt að gerast akkúrat núna.... mikið skelfing vona ég að þetta gangi nú vel hjá þér og bróderíið verði með minnsta móti! Obbosslega stórar hamingjuóskir fyrirfram, frétti vonandi af þessu hjá einhverjum, kveðja Lilja

Nafnlaus sagði...

Sigga Lára
Ég sendi ykkur mínar bestu kveðjur með ósk um að þetta gangi allt saman ósköp vel og litli "Kafbátur" komist án mikilla erfiðleika upp á yfirborðið. Kannski verður hann kominn þegar þetta er skrifað.
Guð veri með ykkur.

Kveðja
Mammennarsvandísar

Nafnlaus sagði...

Fann fyrir tilviljun að þið hefðuð eignast dóttur! Óska ykkur alveg skrilljón sinnum innilega til hamingju og bíð spennt eftir framhaldi á sögunni! Vonum innilega að allt hafi gengið vel og mæðgunum heilsist vel!

Auður sagði...

Til hamingju með dótturina! Ég hef fylgst spennt með framvindu mála hinum megin á hnettinum og óska ykkur alls hins besta.

Nafnlaus sagði...

Til hamingju elskurnar.

Litla Skvís sagði...

Til lukku með vatnsberuna!
Vonandi heilsast öllum vel!

Nafnlaus sagði...

Héðan úr danaveldi berast einróma straumar í þá átt að frumburður yðar hljóti nafnið Róberta Fjóla - augljóslega í höfuðið á hinum endursnúna syni púllara. Kveðjur; Tóró, Huld og Siggi (Við tökum það fram að við reyndum að snúa hetjunni James McFadden til íslenskra kvenkenninga, en urðum að játa okkur sigruð). Velkomin Róberta!!!

Nafnlaus sagði...

Það eina sem ég hef heyrt eða séð sem staðfestir afstaðna fæðingu eru hamingjuóskirnar hér fyrir ofan. Og væntanlega er "nmhutmn" lýsing bloggers á hljóðunum í hinni nýbökuðu móður meðan á því stóð. Óska ykkur innilega til hamingju!

Nafnlaus sagði...

Sigga Lára og fjölskylda!

Innilegar hamingjuóskir með litlu stúlkuna. Gangi ykkur allt að óskum.

Kveðja
Anna, svandísarmamma

Nafnlaus sagði...

sjpbiw! Mun hafa heyrst þegar hún skaust í heiminn sú stutta! Það er ég viss um að fegurra barn hefur ekki fæðst á þessari jörð!!!
Elskurnar, til hamingju og gæfan fylgi ykkur!!

Nafnlaus sagði...

glæsilegt !!

til hamingju..

hvenær fær maður sjá ?

Nafnlaus sagði...

Sigga Lára og fjölskylda. Innilega til hamingju með litlu prinsessuna. Kveðja úr Bretaveld, Guja

Nafnlaus sagði...

Frétti af þessu í Eyjafjarðarsveit í gærkvöldi á Þorrablóti...fljótt flýgur Fiskisagan. Lítil vatnsberastúlka hljómar vel í mín vatnsbera eyru.

Innilega til hamingju með stúlkuna og gangi ykkur allt í haginn, leiklystargyðjum landins hefur fjölgað