1.1.06

Pæng! Bang! Splojnk!

Gleðilegt nýtt ár! Mikið sprengja nú Reykvíkingar á áramótum. Jájá.

Kengúran heppnaðist með afbrigðum ljómandi vel og ekki var gæsalifrin á undan af verri endanum. Hefur langað í svoleiðis síðan ég kom frá Frakklandi, fyrir... að verða þremur árum síðan! Sjitt hvað tíminn líður.

Reif mig upp fyrir allar aldir í morgun til að flytja föt milli herbergja. Gat bara ekki vitað af skápaplássinu í "nýja" herberginu ónotuðu. (Já, ég er að verða mamma mín.) Fötin okkar og Smábáts voru líka voða glöð og teygðu alveg úr sér.

Fórum í fjölskylduboð til ömmu og afa Smábáts í dag. Þar voru börn af ýmsum árgerðum þannig að það var soldið eins og að rekast á draug framtíðarjóla. Þarna gátum við allavega séð sýnishorn af ástandinu á næstu þremur jólum. Það var nú... athyglivert. Maður sér í hendi sér að ýmsu verði sullað niður og að þögnin um þessi jól og áramót er sennilega eins sinnar tegundar, næstu 10 ár eða svo.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gleðilegt ár!! Takk fyrir gamla mín elskulega!

Ásta sagði...

Gleðilegt nýtt ár. Sem ætlar að hefjast á endaspretti.

Þórunn Gréta sagði...

Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir gamla og síðbúnar jólakveðjur :)