14.2.06

Af heimsmálum

Þegar ég heyrði að hinn múslimski heimur væri á leiðinni í stríð við hinn vestræna útaf skrípamyndum hélt ég fyrst að fæðingardópið væri að spila með heyrnina í mér. Nú held ég að það hljóti að vera runnin af mér morfínskyldan, en enn sýnist mér stefna í þvílík óefni. Vegna myndbirtinga! Komm on! Menn úr þessum fylkingum búnir að gera sitt besta til að murka lífin úr hver öðrum árum eða áratugum saman, en þegar teiknaðar og birtar eru skrípamyndir, ja þá fyrst versnar í því!

Yfirleitt held ég alltaf með múslimum þegar slær í brýnu við Ísraelsófétin, eða okkur siðleysingjana í vesturheimi. En húmorsleysi af þessari gráðu get ég nú bara ekki stutt. Mér finnst þeir hefðu átt að gera skrípamyndir af Jesúsi í staðinn, og málið dautt. Alveg er æeg allavega viss um að þeir Múi og Jessi hrista nú bara hausinn yfir þessu fjaðrafoki, þar sem þeir sitja í Valhöll og tefla.

Annars er vissara að fara að halda sig við pólitískan rétttrúnað. Hann Bjössi bolla er nefnilega að huxa um að stofna leyniþjónustu og njósna um huxanlega hryðjuverkamenn. Hugleikur ætti kannski að bjóða honum skiltið úr Sirkus?

5 ummæli:

Varríus sagði...

Skiltið er hans

að ógleymdum Nirði og Skildi.

Sigga Lára sagði...

... og nafna hans beljuskelfi.

Spunkhildur sagði...

Ég hef kenningu þess efnis að allir sem eru bókstafstrúar, rétttrúar og sannkristnir að eigin sögn (og löggur) hafi ekki húmor.

Allt sem er gaman er ljótt hjá svoleiðis fólki. Nema að myrða, úthrópa og limlesta. Það má.

Spunkhildur sagði...

uh! nema hjá löggum

Nafnlaus sagði...

Jamm, trúarbrögð eru nefnilega augljóslega ein tegund ranghugmynda. Fólk sér ekki eða heyrir guð, það bara VEIT og TRÚIR að hann sé til. Það skrítna er að ef trúarbrögð beinast að frægum guði eru þau góð gild, annars bara einhver geðveiki. Og svo eru „hin“ trúarbrögðin auðvitað alltaf bara tómt rugl. Og hér á íslandi höfum við ranghugmyndir sem eru kostaðar af ríkinu!