frumsýnir í kvöld Kardemomubæinn. Sá "treiler" úr sýningunni á freyvangur.net. Eru einhverjir fleiri en ég sem finna lykt af kaptein morgan í kók þegar þeir heyra lög úr þessu leikriti?
Er að fara með Freigátuna í sína fyrstu heimsókn út í Hugleikhús. Vona bara að hún verði ekki til ófriðar. Smábátur er fyrir norðan um helgina. Rannsóknarskip fær að fara á tónleika á eftir og út að djamma og bjóða vinum sínum heim í póker í kvöld. Þá ætla ég að vera í hagkaupsslopp með rúllur í hárinu.
Fórum í gær í gífurlega ferð sem endaði á bókamarkaðnum í Perlunni. Nú á ég m.a. tvær ólesnar Agötur Kristír. Þannig að nú er eins gott fyrir Freigátuna að vera ekki að trufla á viðkvæmum tímum í söguþræðinum, annars verður gripið til viðeigandi ráðstafana.
Erum öll sybbin í dag. Freigáta er þeirrar skoðunar að maður eigi að djamma á föstudaxkvöldum.
25.2.06
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
"Einstök stúlka, stórkostlegt barn!"
Eru til ólesnar Agötur?
Bæ ðe vei, ég er með fataplögg hér til skoðunar.
Hér í Kardimommu okkar líf er yndisleghhhhhhhhhhhhhhht... híhíhí... ég finn nú samt bara lykt af kók.
Skrifa ummæli