28.2.06

Kvíðaröskun

Freigátan er búin að sofa úti í vagni í einn og hálfan tíma. Á þeim tíma er ég búin að gá svona 5 sinnum hvort hún sé ekki örugglega lifandi og hvort nokkuð sé búið að stela henni. Ætlaði að leggja mig. Er ekki að því af tómum geðbólgum. Er maður bilaður?

Beibímónitorinn er það allavega ekki. Ég heyri í hvert skipti sem hún hreyfir sig. En ef ekkert heyrist í 10 mínútur held ég samt að hann sé örugglega ónýtur. Ætti sennilega að skrifa eintal taugaveiklaðrar móður u.þ.b. núna.

4 ummæli:

Litla Skvís sagði...

Anda inn. Anda út.

Spunkhildur sagði...

Ég gái stundum enn hvort mín andi þegar hún er löngu sofnuð.
Hún er þrettán ára.

Gadfly sagði...

Hmmm... Ég myndi segja eðlilegt hjá Siggu Láru. Kannski að verða fullmikið af hinu góða hjá Spúnkhildi. Má búast við að tengdasonurinn verði frekar pirraður þegar gamla bankar upp á næturnar til að kanna lífsmörk.

Nafnlaus sagði...

Já, einmitt. Þú átt að vera svona núna. Sumsé, ofureðlileg og normal á alla kanta. Kannski ekki ýkja spennandi greining, en róandi?