27.2.06

Tign

Þar sem hann Sævar er nú svo óttalegur rindill þarf stundum að hækka hann. Í tign. Nú ætla ég að birta í aðalfærslu nokkuð sem kom í kommentakerfið eftir dúk og disk og sennilega hafa allir misst af. Þetta kom sumsé eftir blýantsóhapp Rannsóknarskips:

Sævar said...
Sem þýðandi er Árni náttúrulega orðinn dálítið háður því að skrifa á íslenska tungu. Mér finnst hann samt farinn að taka starfið óþarflega hátíðlega.

3 ummæli:

Litla Skvís sagði...

Hahahaha! Djöfulsins snilld!

Finnst að það ætti að gefa út "Best of Comments" bók! Gáfulegra en bókin hans hvaðhannnúheitirappelsínuguliGilzhnakkinn.

Nafnlaus sagði...

Talandi um þá bók, þá las ég pistil eftir umræddan Gillz í DV nýlega. Sem ég held ég hafi aldrei gert áður, þ.e. að lesa pistla e. hann, a.m.k. ekki heilan. Og það kom mér skemmtilega á óvart að ég hló. Þar var hann að segja frá því að 9 ára strákur vatt sér að honum og spurði: "Hurru Gillznger, kenar kemur bókin út?" Gillzenegger: "Og ég sem vissi ekki að 9 ára strákar kynnu að tala, hvað þá að lesa!"
Þetta fannst mér fyndið. Hann er sem sagt fyndinn strákurinn. En samt svona óþolandi - og hataður. Öfugt við Silvíu Nótt, sem er óþolandi, en samt svona óheyrilega fyndin ... og elskuð.

Afsakið, en þetta var nú útúrdúr.

Nafnlaus sagði...

P.S. Þakka stöðuhækkunina. Nú mun ég eflaust markvisst reyna að kommentera duldið seint þar til ég hef yfirtekið bloggið með stöðuhækkunum. :)