Já, það verða sko saltkjötogbaunir í kvöld! Vona bara að ég verði ekki alveg yfirkomin af þessari fínu ógleði sem virðist ætla að fylgja nýju geðlyfjunum.
Og í dag er Freigátan eins mánaðar gömul. Í tilefni af því er hún að sofa úti í vagninum sínum í fyrsta skipti. Og vonandi lennnngi. Þá ætla ég nefnilega að klára eina bók og reyna svo að gera eitthvað af viti. Miklar gargandi snilldir eru annars leikteppi. Þar getur hún núna legið tímunum saman og skemmt sér við að lemja nokkur dýr. (Það þurfti sko nýja afþreyingu eftir að vetrarólympíuleikarnir voru búnir. En á þá horfði hún með miklum áhuga.) Og ég held líka upp á nýja beibímónitorinn. Miklu auðveldara að halda á honum út um allt en barninu.
Og svo var ég að fá arfakúl verkefni sem ég veit ekki hvort ég má eða ætti að segja nánar frá alveg strax. Allavega... tíhí.
28.2.06
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Ef ykkur leiðist megið þið alveg koma og fá te eða kaffi hjá mér.
Mér finnst það nú eiginlega vörusvik fremur en aukaverkanir að geðlyf sem eiga að auka gleði, valdi ógleði.
En var ekki annars gaman að fá einn sprengidag eftir fjórar vikur af afsprengidögum?
Ég verð nú eiginlega að bæta þessu inn í orðabanka Varríusar. Afsprengidagar er sumsé nýyrði yfir fæðingarorlof.
Skrifa ummæli