15.2.06

Mér finnst ótrúlega perraleg

auglýsingin með kallinum sem les upp öll nöfnin. Ég veit ekki hvað það er. Sérstaklega þegar hann kumrar, yfir einu og einu nafni: Til hamingju... Mér finnst þessi maður ógeðslega krípí. Og ætla aldrei að eiga viðskipti við... hvað sem það er nú sem hann er að auglýsa.

Annars sneri Freigátan aftur til vondra siða í nótt og vakti bara og var óþæg. Smábátur er lasinn með hita og hósta og ég er náttlega skíthrædd um að krílið fái líka kverkaskít. Það er víst nóg að hún sé óþæg frekjudós. Og svo er ég að byrja að hafa áhyggjur af öllu. Er ekki búin að gera upp við mig hvort það er fæðingarþunglyndi eða svefnleysi. Kannski vissara að fara bara að panta Zoloftið, svona til öryggis?

4 ummæli:

Magnús sagði...

Innilega sammála með þessa ógeðslegu tryggingaauglýsingu, enda er bókstaflega ekki hægt að horfa á hana. Á mínu heimili var sú ákvörðun einmitt tekin í snarhasti að skipta aldrei við þetta fyrirtæki, sem er Sjóvá.

Nafnlaus sagði...

En ég held að það sé engin tilviljun að nafn Ármanns Guðmundssonar er lesið upp í einni af þessum auglýsingum. Eyrað á mér hnaut um það...

Spunkhildur sagði...

Ég sá einhvern heilara auglýsa ungbarnanudd í smáauglýsingum. Það þykir mér ógeðslegt.

Nafnlaus sagði...

Mér finnst Valur Freyr nú bara frekar skemmtilegur í þessari auglýsingu og sé ekki alveg hvað er svona ógeðslegt og viðskiptafælandi við hana. (Tek fram að ég á engra hagsmuna að gæta).