7.3.06

Þögn

Nú held ég að ég sé búin að fjarlægja langhundahemilinn af blogginu mínu, en þá bregður svo við að mér dettur ekkert í hug að langhunda um.

Ég er líka búin að bíða mikið eftir því að Freigátan sofi einu sinni lennngi í vagninum sínum, nú virðist hún ætla að gera það, en ég er búin að gleyma öllu sem ég ætlaði að gera þá.

Er að reyna að kasta í einþáttung, en gleymi hvað ég er að huxa jafnóðum.

Svo er ég búin að gleyma hvað ég gerði við alla pappíra sem þarf að nota við gerð skattframtals.

Held ég leggi mig bara.

2 ummæli:

Ásta sagði...

Pappírar smappírar - geturðu ekki talið allt fram á netinu?

Sigga Lára sagði...

Það er næstum ekkert fyrirframskráð hjá mér. M.a. ekki íbúðin sem ég seldi á árinu og lánin sem ég borgaði upp.