Það hefur verið þvílíkt logið að mér. Mér er sagt að ungabörn sofi næstum alltaf. Allavega fyrstu vikurnar. Jafnvel mánuðina. Tölfræðin segir 15-16 klst. á dag. Freigátan fylgir þessu bara alls ekki. Hún virðist vera komin með munstur. Vakir alltaf fram yfir miðnætti. Vaknar um 9 á morgnana (þrátt fyrir heiðarlegar tilraunir foreldranna til að halda morgunkomu leyndri) sefur 1-3 tíma í vagninum eftir hádegi... og lítið meira. Nema eina og eina smákríu. samtals um 8-12 tímar á sólarhring, þeinkjúverrímötsj. Þess á milli er hún auðvitað of lítil til að hafa ofan af fyrir sér nema örskamma stund í einu og erum við hjónaleys því að æfa upphandleggsvöðvana mjög mikið.
Og áðan kom ljósmóðirin okkar og fór með okkur í gegnum fæðinguna, skref fyrir skref. Ljómandi hrollvekjandi að endurupplifa það alltsaman... örugglega mjög hollt samt. Og núna veit ég allt sem ég mundi ekki eftir. Og það var alveg slatti.
Og ég veit ekki alveg hvort ég ætla að horfa á Fyrstu skrefin í kvöld, en þar ku verða boðið uppá fæðingu. Úgh.
8.3.06
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Tölfræðin lýgur....
Fæðingin var í boði Hvammstanga :), góðan daginn.........
Kær kveðja
Gunnar Halldór
Skrifa ummæli