Stundum er hægt að leysa öll heimsins vandamál með því að kjafta aðeins við fólk og fara á smá námskeið. Í gær og dag var ég eiginlega alveg komin með taugadrullu yfir öllum heiminum, aðallega leikstjórnarverkefninu mínu og skattframtalinu. Seinnipartinn í dag fékk ég síðan "krass-kors" í öðru, og þykja nú allir vegir færir varðandi hvurutveggja. Er meira að segja að huxa um að reyna að finna út úr skattframtalinu mínu sjálf, þó ég hafi nú eiginlega verið búin að ráða föður minn í það verkefni. Ætla meira að segja að byrja á að leiðrétta framtalið frá í fyrra svo ég fái kannski vaxtabætur! Ætli þetta séu kannski innst inni afsakanir fyrir erindum sem nauðsynlegt er að stunda barnlaus? Ekki að það þurfi neinar afsakanir til að fá Rannsóknarskip til að sigla um með Freigátuna. Ef ég hefði ekki einkayfirráð yfir mjólkurbúinu sæi ég hana sjálfsagt ekki nema svona tvisvar í viku. ;-) (Ekki að ég sé NEITT að kvarta!)
Ég er annars búin að vera að huxa soldið um lífsstíl. Þetta orð finnst mér vera allsstaðar. Og í hálfgerðu tilgangsleysi. Slagorðið "Nám er lífsstíll" fær mig til dæmis alltaf til að setja spurningarmerki í andlitið á mér og segja: Só? Mér finnst þetta svona óþarfahugtak. Mér er einhvern veginn alveg sama um allt sem heitir lífsstíll. Getur líka ekki hvað sem er verið lífsstíll. Eins og til dæmis tímarit og þættir sem fjalla um lífsstíl. Mér finnst það vera eins og að segja að leikrit fjalli um samskipti fólks, eða sammannleg vandamál. Á við um öll leikrit. Og mér finnst allt vera lífsstíll.
Og blogger er enn með lengdartakmarkanir. Andskotinn.
7.3.06
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Ég hef fram til þessa hvorki getað státað af lífsstíl né almennum stíl.
Einu stílarnir sem ég hef nokkurn tíma komist í kast við eru hitalækkandi rassastílar fyrir börn og málfræðistílar.
Að gera skattaskýrluna sína sjálfur þegar maður getur látið einhvern annan gera það -það er ekki stíll. Allra síst lífsstíll.
já, þessi helv.lengdarhemill. ég fjarlægði hann með því að afopinbera síðuna mína en nú dugar það ekki lengur til. svei.
Skrifa ummæli