Og takk fyrir þennan dásamlega vetur, allir sem að skipulagningu hans komu.
Erum í gargandi gluggaveðri á Egilsstöðum. Huxum okkur til hreyfings norðuryfir á morgun. (Og suður á sunnudag.) Nú þætti mér nú gaman ef það færi eitthvað að hlýna hér á klakanum (sem stendur óvenjumikið undir nafni þessa dagana.) Fyrir þá lesendur sem eru svo heppnir að vera um allt Frakkland, þá er hitinn á landinu mest búinn að fara upp í 4 stig síðan einhvern tíma í mars. Og lítur ekki út fyrir breytingar.
Er annars búin að koma mér upp svo krónískri syfju og svengd með þessari leti og áti að það mætti halda að ég væri bálólétt... Annars best að grínast ekki með það. Næstum allir sem ég þekki óléttir og þetta ku vera bráðsmitandi. En, ég hefði kannski getað átt 2 börn á þessu ári! Það er nú öðruvísi...
20.4.06
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
ég sé ekkert gott við þennan dag og því síður ætla ég að óska þér gleðilegs sumars um miðjan vetur! eins og ánamaðkurinn sagði svo eftirminnilega. heldurðu að ormagarðurinn sé til einhversstðar á handriti? hlakka annars til að fá ykkur aftur í bæinn...
Skrifa ummæli