Í dag á ég fjögurra kjörtímabila leikafmæli. Leikafmæli tel ég í kjörtímabilum og held aðeins upp á daginn eftir bæjarstjórnarkosningar, vegna þess að það var einmitt á þeim degi, 1990, sem ég mætti á mína fyrstu leikæfingu, sem stand-in gítarleikari í Sölku Völku fyrir ferð Leikfélax Fljótsdalshéraðs á leiklistarhátíð Bandalaxins í Hveragerði. Með alveg svakalegum afleiðingum sem enn sér ekki fyrir endann á. Á þessari hátíð í Hveragerði sá ég t.d. Hugleik í fyrsta sinn. Djöfull þóttu mér þau öll nú skrítin.
Í dag er líka fjögurra mánaða afmæli Freigátunnar. Af því tilefni birtum við nokkrar myndir af henni að gera ýmislegt bannað. Svo sem...
Að drekka kaffi:
Mmmm. Kaffi.
Í göngugrind:
Hvað er nú aftur síminn hjá ömmu?
Og í tilefni daxins í dag var henni troðið í kjól...
...sem hún var síðan snögg að gubba í eftir myndatöku.
28.5.06
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Ha ha ha!! Ég man þegar ég barði hugleikara augum fyrst!! Það voru Vibba, Hulda, Hjördís Hjartar, Ármann, Toggi og Sævar!!!
Þetta þótti mér MJÖG skrítinn söfnuður. Tilefnið var frumsan á Stútungasögu hjá Leikfélagi Dalvíkur.
Til hamingju með ammælin bæði!!
Skrifa ummæli