28.5.06

Dagur afmæla

Í dag á ég fjögurra kjörtímabila leikafmæli. Leikafmæli tel ég í kjörtímabilum og held aðeins upp á daginn eftir bæjarstjórnarkosningar, vegna þess að það var einmitt á þeim degi, 1990, sem ég mætti á mína fyrstu leikæfingu, sem stand-in gítarleikari í Sölku Völku fyrir ferð Leikfélax Fljótsdalshéraðs á leiklistarhátíð Bandalaxins í Hveragerði. Með alveg svakalegum afleiðingum sem enn sér ekki fyrir endann á. Á þessari hátíð í Hveragerði sá ég t.d. Hugleik í fyrsta sinn. Djöfull þóttu mér þau öll nú skrítin.

Í dag er líka fjögurra mánaða afmæli Freigátunnar. Af því tilefni birtum við nokkrar myndir af henni að gera ýmislegt bannað. Svo sem...

Að drekka kaffi:
Mmmm. Kaffi.

Í göngugrind:


Hvað er nú aftur síminn hjá ömmu?

Og í tilefni daxins í dag var henni troðið í kjól...

...sem hún var síðan snögg að gubba í eftir myndatöku.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ha ha ha!! Ég man þegar ég barði hugleikara augum fyrst!! Það voru Vibba, Hulda, Hjördís Hjartar, Ármann, Toggi og Sævar!!!
Þetta þótti mér MJÖG skrítinn söfnuður. Tilefnið var frumsan á Stútungasögu hjá Leikfélagi Dalvíkur.
Til hamingju með ammælin bæði!!