1.6.06

Undarleg staða

er komin upp á heimilinu. Rannsóknarskip er sofandi (eftir þýðinganótt) Freigáta er sofandi úti á hlaði og verður væntanlega um sinn. Smábátur verður í skólanum um svipað sinn. Það er einfaldlega dauðaþögn á heimilinu og ég sé fram á alveg tvo tíma sem ég get nýtt til leikritunar án nokkurrar fyrirstöðu... Nema auðvtað þurfti ég að byrja á að eyða stundarkorni á bloggið.

En sem ég hlusta á þögnina er ég að fatta hvað við eigum geðveikt margar klukkur. Það bóxtaflega morar allt í tikktakki.

Og svo fattaði ég eitt.

Allir klúðra stundum.
En það sem menn gera næst skiptir þeim í tvo flokka.
Þá sem biðjast afsökunar og þá sem afsaka sig.

Þetta var heimspekj daxins.

2 ummæli:

frizbee sagði...

sumir gera baedi... ég t.d. bidst oft afsokunar, en bara ef mér dettur ekki gód afsokun í hug :p

kúl word verification kódi: zixpxx
... mér finnst thad allavega

Spunkhildur sagði...

Mér finnst það ógilda afsökunarbeiðni að reyna að réttlæta sig. Ef viðkomandi fyrirgefur þér, trúir hann að iðrun þín sé einlæg og þá mun hann sjálfur finna þér réttlætingu (ef þú átt einhverja).