
Og þær voru alveg í stíl.
Nú getum við Nanna sko farið að fara í dúkkó!
Í dag fékk Freigáta sinn fyrsta graut. Þvert ofan í öll fyrirmæli um að börn eigi ekki að þurfa að borða neitt nema mjólk fyrstu sex mánuðina, þá var hún nú bara orðin dauðleið á mjólk og farið að þurfa eitthvað staðbetra. Og úr því varð hið skemmtilegasta sullumbull. Alfeiðingarnar urðu þær að við erum báðar með graut í hárinu.

Skemmtileg tilraun...

...en ég veit nú ekki hversu mikið fór niður í maga.
1 ummæli:
Híhí - Úlfhildur er eins og mini-me-ið hennar Gyðu :þ
Skrifa ummæli