Í gær kom hann Aðalsteinn Mont-sonur minn í heimsókn og gerði grín að því hvað ég væri orðin fertug í öllu atferli. (Sem er alveg hreina satt, í samanburði við þegar við vorum að bóhemast saman í Frakklandi.)
Fann húsmóðurina í sjálfri mér af því tilefni og eyddi deginum í eldhúsinu við ýmsar tilraunir til bakstrar. Þær mistókust án undantekningar. Prófaði hins vegar rjómasprautu sem ég eignaðist úr búi ömmu minnar á tertubotni sem ég keypti. Það heppnaðist og var gaman. Gleymdi reyndar að láta éta tertuna fyrr en í dag. Þannig að hún var orðin soldið staðin.
Kannski ég ætti að drífa í að týna húsmóðurinni í sjálfri mér aftur.
Annars er bara bilaður gestagangur þessa dagana. Júróvísjón-upphitun í gærkvöldi. Grindhvalavaðan kom í heimsókn í morgun með alla ormana. (Og stofan manns er öll hin krúttlegasta þegar sex börn á aldrinum 9 - 16 vikna eru að ormast um hana.) Og svo er að sjálfsögðu jóróvísjón-grill á morgun. Rannsóknarskipið var í sóttkví í dag, en verður eiginlega bara að gjöra svo vel og vera kominn í lag á morgun.
Ég ætla annars að eiga svona ofur-dag. Byrja í jóga í fyrramálið, fara í Kringluna eftir hádegið og kaupa á grillið og fara í Next.
Já, morgundagurinn verður líka frekar svona... fertugur.
19.5.06
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli