21.5.06

Finnland!

Aldeilis óvænt úrslit í Júró í ár. Og ég sem þorði ekki að halda alveg af heilum hug með Finnlandi. Í fyrra hélt ég nefnilega svo svakalega með Moldavíu að ég var fullkomlega miður mín mánuðum saman eftir að þeir unnu ekki. Og í fýlu við Evrópu eins og hún lagði sig. En þetta var nú gaman. Jájá.

Hér var haldið uppá Júróvísjón með miklu áti á grillmat, með þeim afleiðingum að Skip og Bátur eru báðir vondir í maganum. En það er allt í lagi með okkur Freigátu, enda urðum við bara pínu fullar.

Núna er ég búin að afmá mestöll ummerki eftir átið ógurlega í gær, og er mest að spekúlera í að baka eitthvað með kaffinu. Þetta húsmóðurkast er nú bara alveg að steinhætta að vera fyndið.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Húsmóðurköst þau svo sem venjast. Smellti í form í gær og var með heimabakað brauð með kvöldmatnum. Var svolítið eyðilögð yfir því að uppgötva það að kveldi dags (þegar enginn tími var eftir) að ég hafði ekki komist í að taka af rúmunum eins og ég hafði ætlað mér að gera. Ljósu punktarnir við helgina eru þó að ég náði að þvo 4 þvottavélar, hengja úr þeim og ganga frá hverri flík á sinn stað. Tók skínandi rispu á salerninu sem nú glitrar og glóir (stóð raunar einn pilt heimilisins að því að lyfta ekki setunni fyrir piss og gargaði á hann í þakklætisskyni). Var með fiskibollur í hádegismat í gær og rúllaði í bixí mat í gærkvöldi, með spældum og allt. Fékk spurningu frá 4 ára gestkomandi stúlku: er alltaf matur hérna? Þetta er ekki spurning um að vera fertug, þetta er spurning um að halda heimili. (og já það var líka þökulagt og hellulagt í garðinum). Hvað er annars orðið af Ylfubloggi - ég fæ alltaf villu á slóðina hennar.

Sigga Lára sagði...

Sé ekki betur en að ylfublogg sé á sínum stað. Ylfa.is.

Nafnlaus sagði...

http://www.simnet.is/ylfamist/

...og afhverju sagði enginn mér að hún væri flutt....