Hann Sigurvin litli bróðir minn er hálffimmtugur í dag. Litla dýrið. Í tilefni þess ætla ég að setja mynd af því hvað hann var frændalegur þegar hann var að frændast með Freigátuna í páskafríinu. Konan sem er að hlæja að honum er Bjarkey, kærastan hans. Þau eru á leið til London í haust, og ekki yrði ég ógurlega hissa ef þau settust að í Arsenal-hverfinu.
Annars, undankeppni júrívísjón í kvöld. Einhverjir ætla að streyma hingað og eru menn velkomnir. Þó skal varað við því að hér verður að sjálfsögðu barnvæn skemmtun til ekkert ógurlega seint. Ég er nefnilega að fá grindhvalina mína í kaffi í fyrramálið.
18.5.06
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Má mar þá kíkja með soninn með sér?
Vitaskuldir. Alveg upplagt.
Í grindhvalakaffi? Gummi þó!
Skrifa ummæli