7.7.06

Aust

Þá erum við mætt í uppgangsplássið Egilsstaði þar sem góðærið drýpur af hverju strái, ásamt rigningunni sem lét sjá sig í dag, ofnæminu mínu til mikillar gleði. Á leiðinni var hins vegar fínasta veður, svona seinnipartinn, en það var svo mikil þoka fyrir norðan að við nenntum ekki Melrakkasléttuna. Hins vegar fórum við gömlu Möðrudalsleiðina og komum við í Sænautaseli. Það var ógurlega gaman, þar voru hundar og hænur og eitt geitakið og við fengum kakó og lummur og fórum í hjólabát. Allt hið ljómandasta.

Í dag er planið að fara í sund, í rigningunni, og heimsækja ömmu á spítalann og Önnu (sem heitir ekki lengur Sólveig) og fá lánaðan hjá henni barnavagn og hókuspókusstól. Þá verður nú hægt að hefja búskap hér austantjalds fyrir alvöru. Freigáta er búin að vera voða óróleg í gær og í nótt, enda sést nú glitta í eina tönn! Öllum á heimilinu þykir þetta það almerkilegasta sem gerst hefur lennngi.

Svo er það bara að drífa í að gera listann yfir alla sem þarf að heimsækja. Það er nú slatti.

4 ummæli:

Berglind Rós sagði...

Til hamingju með tönnina, svo er bara að muna að bursta! En af hverju heitir Anna ekki lengur Sólveig?

Nafnlaus sagði...

Jah.. þarna er nú þessi margumtalaða þensla í algleymingi trúi ég, en við vestfirðingar meigum súpa af henni seyðið og halda áfram að aka fimmtíu ára gamla moldartroðningana þangað til þeir hrynja undan okkur.
Til hamingju með tönnina annars. Fátt betra en að láta bíta sig í geirurnar af manneskju með eina tönn ;) Blogger segir vixku við því !!

Sigga Lára sagði...

Berglind: Af því að hún vildi það ekki. Þannig að hún tók það af. Og ég stríði henni. ;-)

Og svo fékk Gyða litla líka kvef og núna áðan gubbaði hún rúmlega líkamsþyngd sinni. Fer að hald að hún sé andsetin.

Nafnlaus sagði...

Ég er ekki mikið fyrir sjóinn og er einmitt að hugsa um að hætta að heita Sæ og heita bara Var. Mér finnst það líka frekar viðeigandi þegar maður er kominn á þennan aldur og er orðinn lítið annað en leifarnar af því sem maður Var. Og hét.