5.7.06

Myndir

Fann loxins tíma til að nenna að finna út úr þessu. Hér koma nokkra myndir af fröken Freigátu. Í sumarfríinu er hún m.a. búin að:


Borða tær...


...borða gulrótarmauk...


...og vera í sólbaði.

Og svo auðvitað ótalmargt annað. Hún kann líka að velta sér af bakinu á magann, en hefur enn ekki séð ástæðu til að fara í hina áttina. Núna sefur hún úti í sveitasælunni, sennilega í síðasta sinn. Í kvöld á að halda hér gífurlega grillveislu og á morgun leggjum við í hann austur. Erum að spekúlera í að fara "hina leiðina", (Húsavík-Þórshöfn-Bakkafjörð-Vopnafjörð) jafnvel fyrir Melrakkasléttu (bæta Raufarhöfn við), ef veður verður sæmilegt. Já, nú ætlum við að byrja að pirra börn okkar með því að fara útúrkróka. Vegna þess að það fannst mér svo einstaklega "gaman" þegar ég var lítil. Hef farið ótal sinnum frá Egilsstöðum til Patrexfjarðar en aðeins einu sinni beinustu leið. Og það var ekki með foreldrunum.

Og þetta mun vera síðasti góðviðrisdagurinn á okkar slóðum í bili. Svo verða víst höfuðborgararnir að fá smá. Ofnæminu mínu finnst það nú bara aldeilis fínt. Þessa dagana er verið að binda gamalt hey í hlöðunni hérna þannig að ég hnerra eins og biluð ef eitthvað af karlhluta flotans kemur nálægt mér í hlöðufötunum. Ég er svo algjörlega með ofnæmi fyrir Norður- og Austurlandi á sumrin. Þannig að nú vil ég bara fá almennilega norðaustanátt!

2 ummæli:

Svandís sagði...

Ó hún er svo sæt......

Nafnlaus sagði...

Algjörlega ómótstæðilega knúsileg...