8.7.06

Hor og slef og gubb

Freigáta með 39 stiga hita, eitthvað sambland af tanntöku og kvefi auk þess sem hún gubbaði meira en líkamsþyngd sinni í morgun. Mikið stuð í okkar bekk. Hún er líka búin að gráta í dag meira en hún hefur grátið frá því að hún fæddist, samanlagt. Litla skinnið. En, náttlega sniðugt að ljúka þessu svona öllu af í einu. En ég reikna kannski ekki með miklum svefni alveg næstu nætur, frekar en síðustu tvær.

Smábátur fór aleinn í sund í dag og uppskar mikið lof allra viðstaddra. Hann þarf að vera duglegur að leika sér sjálfur, greyið, á meðan við Rannsóknarskip skiptumst á að vera á Freigátuvakt og kasta mæðinni. Svo hefur víst eitthvað þurft að þýða líka. En ástandið lagast nú vonandi á allra næstu dögum. (Áður en Móðurskipið fer á taugum.)

Og það var búið að lofa skítaveðri og norðaustan alla helgina. Í dag var síðan bara brjáluð blíða. Aldrei neitt að marka neinn.

Ég var aldrei búin að tjá mig um hvernig Tengdadóttirin endaði fyrir mér. Ég náði reyndar ekki að klára hana alveg, en ég held að Tengdadóttirin sem við er átt nái reyndar aldrei að verða tengdadóttir á heimilinu. (Bókin ætti því að heita "Tengdadóttirin".) Hún kemur bara annað slagið og frekjast og allir eru of kurteisir til að segja henni að hætta því. Ég sveiflast alveg á milli hvort mér finnst hún belja eða heimilisfólkið vera lyddur og vesalingar. Eiginlega sennilega bara bæði. Annars ætti sagan eiginlega að heita Faðirinn, eða Sonurinn, eða Faðirinn og sonurinn sem allar kjeeellingar voru vitlausar í. Vegna þess að um það er hún.

Best að hætta að fela sig í kjallaranum og fara aftur upp í vælið og ælið.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Flengda dóttirin er mun betri bók. Hún er að vísu óskrifuð en á teikniborðinu. Einnig sjónvarpsþáttaserían Raðflengdar eiginkonur.

fangor sagði...

ég færi þér pakkan af dalalífi til að hafa við höndina í yfirsetunum,svona milli þess sem þú þurrkar gubb..bbtyo..