23.10.06

1001 blogg

Gerðum tilboð á föstudaginn. Gagntilboð var gert og við tókum því núna rétt áðan. Erum á góðri leið að verða íbúðareigendur. Slotið er vestarlega við Ránargötuna, nýlegra en títt er um húsnæði í þessum bæjarhluta, og ekki líklegt til að setja okkur alveg alla leið á höfuðin. Þá er bara að vona að bankinn verði góður við okkur. Verði hann það verður gerður kaupsamningur og afhending mun fara fram jafnframt. Það lítur sumsé ut fyrir flutninga í nóvember.

Austurferð var annars hin ljómandasta. Leikritið mitt virðist ætla að líta ljómandi vel út í meðförum Odds Bjarna og Leikfélax Fljótsdalshéraðs. Leikritið reyndist tilbúnara en ég hélt, þannig að þessi helgi varð nú bara hin frílistugasta. Út að borða með leikhópnum og svona. Frumsýning er einhverntíma um helgina eftir þrjár vikur, þannig að einhversstaðar í flutningunum fer ég bara austur á frumsýningu eins og fín frú. Verra mál að búið var að setja framkvæmdadag á húsnæði Hugleix þessa sömu helgi (frumsýning átti sko upphaflega að vera viku fyrr) þannig að það lítur út fyrir að ég þurfi að skrópa í tiltektardag í annað skiptið í röð. Síðast var ég á fæðingardeildinni. Fólk fer að fatta að ég skipulegg þetta allt svona viljandi...

Og þar sem þetta er nú færsla númer 1001, stórfréttir og svona, er ég að huxa um að vera með forvitni. Ég er nefnilegaalltaf að hitta fólk sem les bloggið mitt. Bara svona einhversstaðar. Á ættarmótum og úti á götu. Og mig langar til að spurja hvort menn nenna nú kannski að svala forvitni minni oggulítið, og skrifa komment við þessa færslu, allir sem mögulega lesa þetta og nenna. Svo ætla ég nefnilega að telja þau...

Við Freigáta ötlum út að labba, og leiðin liggur að sjálfsögðu vestur Ránargötuna.

44 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gaman að vera fín frú og skrópa á tiltektardögum. Kær kveðja.

Berglind Rós sagði...

Réttupphönd

Berglind Rós sagði...

Jiminn, ég gleymdi að segja til hamingju með íbúðina! Og nú ruglaði ég alveg talninguna :-)

Nafnlaus sagði...

Ég játa. Þú ert svo skrambi góður penni stelpa að ég má til með að fylgjast með. Já, og til hamingju með þetta allt saman

Nafnlaus sagði...

já við Ágúst kíkjum á hverjum degi, og til hamingju með nýja húsnæðið!

Nafnlaus sagði...

viðurkenni hér með að lesa oft þessa síðu. til lukku með nýja kotið,
Vilhjálmur

Siggadis sagði...

Júhú! Til hamingju með íbúðina og ég spyr nú alltaf síðuna þína frétta á hverjum degi :)

Bára sagði...

Til hamingju með húsnæðið og takk fyrir síðast. Kannski get ég hjálpað ykkur aðeins með flutninga ef ég verð á svæðinu á réttum tíma (og ekki ótrúlega full allan tímann).

Nafnlaus sagði...

Þarf þetta nokkuð að vera fyndið komment? Jæja ég get nú kannski handlangað eitthvað við flutning. Svo væri nú gaman að fara að sjá myndir af prinsessunni.

Hugrún sagði...

Já bara svo þú vitir ég átti síðast komment
Hugrún

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með íbúðina væntanlegu!
Ég les.
Kveðja frá köben..

Nafnlaus sagði...

Ég lít hérna inn ca. 1-3 í viku eftir að ég fattaði linkinn inni á síðunni hjá litla bróður og Lilju í Frakklandi.

Nafnlaus sagði...

Ég kíki annars lagið. Bjarkey gerir það líka. Þar með ætti kommenta counterinn að stemma aftur :-)
Já, og megi nýja íbúðin færa þér hamingju.

Nafnlaus sagði...

Fastagestur, eins og þú veist. Og til hamingju með íbúðina.

Nafnlaus sagði...

Ég líka...
Les bloggið þitt á hverjum degi.
Finnst þú æðisleg þó ég hafi aldrei séð þig. Frábær penni.
Ég er vinkona Hugrúnar systur þinnar, sú sem hún vitnar til á sinni síðu sem Dr. Magga

Til hamingju með íbúðina og leikritið/in
kv.
Dr. Magga

Magnús sagði...

Hei! Til hamingju!

Nafnlaus sagði...

Ég er svona stalker sem þú þekkir ekki en les samt reglulega :) Sá Unga menn á uppleið þegar ég var óharðnaður unglingur og hef svona "vitað af þér" síðan.

Til hamingju með íbúðina!

Nafnlaus sagði...

Telökke með íbúðin! Gerist allt svona hratt hjá þér Sigga mín? Þú (Iþið) kaupir íbúð og flytur inn um leið meðan flestir aðrir þurfa að bíða lon og don eftir afhendingu. Þú gerðist einsetukona hér um árið og trúlofaðist í forbifarten. Þú trúlofast og ert umsvifalaust orðin settleg fjölskyldukona með 2 börn.
Og svo vil ég fá stjörnu í kladdann fyrir góða mætingu hér á síðunni. Tvær stjörnur! Með sultu.

Nafnlaus sagði...

Þú hefur nú séð til ferða minna áður.

Nafnlaus sagði...

ég mæti alltaf, alltaf hingað inn og kíki á þig. Sveitin þar sem smjör og rjómi slettist upp um alla koppa biður að heilsa og Guðni líka.
Kv. Guðfinna

Nafnlaus sagði...

Ég er grár köttur. Til hamingju!

Nafnlaus sagði...

Ég bara verð að vita hvað þú ert að bralla, ekki það að langt sé að fara til að spyrja ;-) Kíki sem sagt oft. Til hamingju með nýju íbúiðina, leikritið og allt.

Nafnlaus sagði...

Ég kem reglulega í heimsókn á síðunna þína. kveðja Gummi Lú

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með íbúðina! Ég kem svo til daglega í heimsókn og hef yndi af ;)
kveðja
Hildur

Spunkhildur sagði...

ég les þig alltaf

Nafnlaus sagði...

Það er einn af mínum lífselexírum að lesa bloggið þitt skal ég þér segja!
Bestu kveðjur
Sesselja Björg

Nafnlaus sagði...

Jú jú.... ég kíki líka svona þegar tími gefst fyrir blogglestur ;o)

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með íbúðina
Viðurkenni fúslega að vera fastur áskrifandi....
Kær kveðja
Gunnar Halldór

Nafnlaus sagði...

Ég er einlægur aðdáandi þín og þinna skrifa elskan mín.

Ps. er komin með nýtt netfang, rannveig@sfk.is

Nafnlaus sagði...

Semsagt Rannveig Þórhalls

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með hús. Ég les og les.

fangor sagði...

til hamingju með nýju íbúðina! verð að koma með í labbitúr til að skoða.

Nafnlaus sagði...

Jamms, kíki alltaf öðru hvoru.

Auður sagði...

Stimpla mig hér með inn. Til hamingju með nýju íbúðina.

Svandís sagði...

Þú er ómissandi þáttur í tilverunni :)

Nafnlaus sagði...

Jamm...rek inn nefið annars slagið...hef nú bara aldrei gerst svo fræg að þakka gestrisnina...geri það hér með:)

Nafnlaus sagði...

merí pouls hér - orðin háð því að kíkja inn á orðabók andskotans og fylgjast með þér og þínum og Hugleiksstarfinu. takk fyrir að vera svona dugleg að blogga!

Nafnlaus sagði...

Ég kíki við öðru hverju :)

Ása Hildur sagði...

Ég kíki reglulega á skrifin þín. Takk fyrir mig

Ása Hildur

The sagði...

Kíki stundum hérna inn, gaman að lesa pistlana þína.
Kveðja
Þórdís

Nafnlaus sagði...

ég les og les! Takk fyrir dugnaðinn ljúfan, knús knús

Nafnlaus sagði...

Halló Sigga Lára. Ég er daglegur gestur hér. Mér finnst svo gaman að lesa skrifin þín. Vona að þér og þinni fjölskyldu gangi vel með ykkar áætlanir. Gyða litla er ósköp myndarleg og falleg.
Kær kveðja,
Leynigestur

Nafnlaus sagði...

Við kíkjum nú hingað reglulega. Samt alltaf í sitt hvoru lagi.

Nafnlaus sagði...

Það er nú hálf kjánalegt að koma hér mörgum vikum síðar til að segjast lesa reglulega ... en ég gerði það og geri enn þótt ýmsar annir og allskyns brjálæði hafi stundum (eins og núna) valdið því að það líður nokkuð á milli. En þá stend ég mig að því að lesa niður allt sem ég hef misst af þar til ég næ heilli keðju.
Verð að viðurkenna að blogglestrarleti mín er töluverð og þau eru afar fá sem ég les reglulega ... þetta er eitt af þeim, ekki bara af því ég þekki þig smá, heldur ekki síst fyrir það hvað það er déskoti skemmtilega skrifað.