27.10.06

Hjartað í buxunum

Erum ekki enn búin að heyra frá Rannsóknarskipsbankanum um hvort hann ætlar að lána okkur péning. Veit ekki hvort það er góðs eða slæms viti. Fasteignasalan er farin að hringja og njósna hvernig gengur. Það er stressandi.

Krakkaormarnir eru báðir heima með hor.

Og svo er bara rigning.

Þetta er að verða eins og í upphafinu á Dickens-sögu.

Sem væri nú aldeilis ágætt, þar sem þær enda alltaf vel. Reyndar aldrei fyrr en eftir miklar hremmingar.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þú átt alla mína samúð. Alls konar opinberir aðiliar hafa oftar en ekki lag á að trufla jafnvægið í manni - oftast þegar mest liggur við að halda því nokkurn veginn - í jafnvægi. Tilhugsunin um flutningarask er líka erfiður hjalli. En svo er líka voða gaman þegar sá hjalli er að baki.

Óm dagsins skv. blogger: ymmbm