9.5.07

7. júní

Eftir því sem fram kemur á spánnýju bloggi Þráins, verður Listin að lifa sýnd í Þjóðleikhúsinu þann 7. júní, næstkomandi. Já, það er áður en skólinn byrjar. Nánar tiltekið daginn áður. Svo þetta verður ágætisupphitun. Svo verður enginn aðstandandi sýningarinnar á skólanum, ágæta, svo það verður hægt að byrja að rakka niður, strax á leiðinni.

(Kannski rétt að vara menn samt við því að Rannsóknarskipið mitt verður á skólanum, svo menn hemja sig kannski í kringum hann. Hann er nefnilega heitasti aðdáandi þessa verks og hefur alltaf haldið því fram að það færi í Þjóðleikhúsið. Ég tók ekki mark á honum því hann er hlutdrægur.)

Þangað til verður nú aldeilis gaman að lifa. Gaman að hafa skrifað svona dularfullt leikrit sem enginn sá, en ku samt vera... athyglisvert. (Sem getur síðan nottla þýtt hvað sem er ;-)
Þá er um að gera að vera fjarrænn á svip, brosa dulúðlega og slá um sig með artí frösum.

(Þangað til að sýningu kemur og menn sjá að auðvitað er þetta mest hreinræktaður fíflaskapur eins og fyrri daginn, og ekki að ósekju að verkið gekk lengi undir vinnuheitinu Kúkaleikritið. Endirinn er þar að auki skrifaður í sms-formi á Players yfir fótboltaleik, var að rifjast upp fyrir mér.)

Engin ummæli: