8.5.07

Frunsuhættan

leynist víða, en þó er hún trúlega hvergi jafnviðvarandi og á Bandalagsþingum. Svo maður tali nú ekki um þegar maður þarf að kyssa aukahring. Enda er ég komin með eina djúpa.

Og, talandi um að vera upptekinn af sjálfum sér. Ég gleymdi alveg að minnast á að Bandalagið er að skipta um formann. Halla mín er farin úr stjórninni, en í staðinn er kominn hann Toggi minn. Halla mín er hins vegar að flytja suður, þannig að mér finnst hún nú bara vera meira að koma en fara. Og svo er ég að öllum líkindum að hætta á skrifstofunni í haust til að mennta mig í að verða The Devil Wears Prada, og þá hættir þetta nú alltsaman að koma mér við... eða svoleiðis.

Í þessu var hringt í mig. Og ég var í símaviðtali við Fréttablaðið. Undir lok samtals kemur í ljós að viðmælandi minn er ein leikkonan mín úr Ungum mönnum á uppleið. Mikið ógurlega var það gaman. Enda virðist sá hópur bara vera úti um allt í "bransanum". Ég held að þetta viðtal verði í Fréttablaðinu á morgun. Veit einhver um einhverja góða mynd af mér? Ég get ómögulega mætt í myndatökur með þessa frunsu!

Og, svo maður plöggi meira af fjölmiðlafárinu. Ég er að fara í viðtal til Viðars Egg á eftir, í þættinum hans, Vítt og breitt, sem verður á Rás 1 milli 13 og 14. Ég held að leikararnir hafi verið á Morgunvaktinni í morgun. Ég veit að Oddur Bjarni er í prófum í guðfræðinni, svo Drottinn sé með honum, bara.

5 ummæli:

Þráinn sagði...

Ég er ekki sekur um frunsusmitið...en Lóa var reyndar að segja mér að hún væri komin með frunsu...:D Já það er mikið fjölmiðlafár núna...þeir voru ekki svona duglegir þegar við vorum að sýna!!!

Nafnlaus sagði...

Heyrðu það var verið að kynna Vítt og breitt og það verður viðtal við Sigríði Lóu Sigurjónsdóttur! Einhver hefur handskrifað illa, láttu endilega leiðrétta þetta. Hlakka til að hlusta, heyrði líka í þeim í morgun, gaman að þessu :-)

Sigga Lára sagði...

Viðar Eggertsson skrifar örugglega mjög illa. En hann veit alveg hvað ég heiti, svo ég reikna með að hann fari rétt með það á eftir.

Nafnlaus sagði...

drottinn er með mér í köstum og kviðum þessa dagana. mikil reiðinnar býsn er ég sáttur við að vera ekki í miðlunum núna. Nóg að vera í prófum og að túpílakast og hálfvitast:)
hammari á línuna með lífið.

(ps koma í guðfræðideild, hverfandi líkur á frunsum....)

Nafnlaus sagði...

Sjitt, hvað þú ert orðin fræg!
Verðum að drífa í að gera þessa óperu áður en þú verður orðin of fræg til að standa í svoleiðis vitleysu.