31.10.07

Meiri miðvikudagur

Það er fleira undarlegt við þennan miðvikudag. Ég er búin að vera með einhverja undarlegheitatilfinningu í allan dag. Núna síðdegis er ég að fatta hvað það er. Það er hreint ekkert slagviðri. Það er meira að segja sól! Ég er ekki lengur viss um að það sé miðvikudagur.

Enda eins gott. Ég misreiknaði mig á strætó í hádeginu (þorði ekki að hljóla því það átti að koma snjókoma, og svo á ég líka svona líka ljómandi ókeypis námsmannastrætókort) og rölti í skólann. Stytti mér leið í gegnum kirkjugarðinn við Suðurgötu. Þar var eitthvað af prúðbúnu fólki sem huggðist greinilega leggja blómakrans hjá einhverju fyrirmenninu, en ég sniðgekk það alltsaman og labbaði austanmeð til suðurs og heilsaði upp á Guðrúnu Á Símonar og Benedikt Gröndal í leiðinni. Þau sögu fátt.

Annar praktískur gestafyrirlesari í dag. Mér til mikillar gleði er Fífl ekki mættur í dag.
Gæti orðið honum til lífs, þangað til næst.

---

Mar fer nú bara alveg að verða tilbúinn að reka sína eigin útgáfu.
É'v'tekki hvað maður veit ekki, orðið.

---

Og nú er Rannsóknarskip kominn í vetrarfrí. Og Smábátur farinn í sitt vetrarfrí. En við Freigáta (og Duggan) megum víst halda áfram að púla í skólunum okkar fram að helgi. Svindl.

---

Það er svo mikið af kjellingum í þessum kúrsi, að í pásunni hljómar stofan eins og fuglabjarg. Gaggaggagg.
Ég og örfáu strákarnir sitjum í horninu, ekkigluggamegin, og þegjum.
Þegar Fífl mætir situr hann í kjellingahópnum miðjum.

Svo láta þær líka margar agalega kjánalega framan í kennarann... Hann er reyndar voða fyndinn kall, en mér finnst nú alveg óþarfi hjá þeim að missa stjórn á sér og verða að smjeri og flissa og gapa eins og illa gefnar unglingsstelpur. Frekar hallærislegt þegar konur sem eru nær mömmu minni en mér í aldri fara að láta svoleiðis.

---

En nú er annar kennari að kenna það sem eftir er annar. Og hann er kona. Þá er bara að sjá hvort strákarnir missa sig.

Engin ummæli: